Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 18
Lára Magnúsdóttir Ingibjörg Jónasdóttir Sigrún GÍ8ladótiir Það er vafalaust einkennandi fyrir skapgerð íslandinga, að þátturinn „Takið undir“ hefur orðið einn vin- sælasti dagskrárliðurinn í sögu íslenzka útvarpsins. Þjóðkórnum hefur hlotnazt sú hamingja að rata beint að hjarta- rótum þjóðarinnar og endurvekja þjóð- legan söng um land allt. Utvarpstíðindi vilja nú til hátíða- brigða birta spjall við forystumann kórsins, Pál ísólfsson tónskáld, og birta jafnframt myndir af öllum forsöngv- urunum. Páll ísólfsson er léttur í máli og spaugsamur, eins og hlustendum er kunnugt, og kveðst hafa ánægju af því að senda lesendum Útvarpstíðinda kveðju guðs og sína og láta skjalfesta gleði sína yfir hinum ágætu viðtökum, sem forsöngvararnir í útvarpinu hafa hlotið. — Þetta örvar okkur sannarlega, Páll ísólfsson. DJÓDK .... Kið finnum að þjóðin er í þjóðkórnum.... Það er heilstí' segir Páll, — við finnum, að þjóðin er söngvaglöð, og hvert mannsbarn á landinu er í þjóðkórnum. Það væri annars undarlegur maður, sem væri á móti þjóðkórnum, — hann væri á móti sjálfum sér. Við fundum fljótt, að sleg- ið var- á rétta strengi, bréf tóku að streyma til okkar, þakkarbréf, elsku- leg bréf, ég vil reyndar ekki segja ást- arbréf, en ástúðleg og örvandi. Ókunnugt fólk stöðvaði mig á götu og vottaði mér þakklæti fyrir stjórnina á kórnum, og svona höfum við lifað í dýrðlegum fagnaði og komið í góðu skapi í útvarpið. Við erum líka venju- lega að halda eitthvert afmæli, og ekki dregur það úr samstillingunni. Næst ætlum við að biðja þjóðina að taka undir 20. desember á afmæli sjálfs Rík- isútvarpsins. Hvað eru forsöngvararnir margir í kórnum ? — Við erum nú venjulega þessi 10. ■ Það er ekki nema á hátíðum, að mér hlotnast sá heiður, að hafa útvarps- stjóra og útvarpsráð með í kórnum. — Annars syngur það auðvitað heima hjá sér eins og önnur börn þjóðarinnar. í útvarpsráði eru ágætir söngkraftar, og ég vona, að ég móðgi ekki neinn, þó

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.