Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 25

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Blaðsíða 25
auðnast að plægja akurinn. En þegar honum varð til þess hugsað, hve kjör hans voru kröpp, fannst honum hann vera hjálparvana eins og laufblað, sem elfarstraumur ber burtu. Uxinn var úr sögu og plógurinn einnig. Ekkert verkfæri úr bambusviði eða tré var fyrir hendi. Honum voru allar bjargir bannaðar. Hann hafði þakkað forlögunum fyrir það um vet- urinn, að flóðið skyldi þó eigi hafa grandað húsi hans. A þeim vettvangi haíði hlutskipti hans reynzt betra en margra annarra. En nú varð honum það skyndilega ljóst, að honum bar ekkert að þakka. Nei, honum bar ekki einu sinni að þakka það, að hann hafði þó fengið að halda lífi og limum, og að kona hans og tvö elztu börnin voru einnig þessa heims. Augu hans fyllt- ust tárum. — Hann hafði þó ekki einu sinni grátið, þegar hann jarðaði hina öldruðu móður sína og sá moldina hylja nakinn líkama hennar. Hann hafði séð, að tötrarnir, sem fyrr um daginn höfðu veitt honum nokkra huggun, voru einskis nýtir. Nú gat ekk- ert veitt honum' huggun framar. Hann tautaði við sjálfan sig: — Ég hefi engu korni að sá í mold- ina. Þarna liggur akurinn minn. Mold- in skyldi bera ávöxt, bara ef ég hefði frækorn. Ég skyldi ekki hika við að losa um jarðveginn og jafna hann með höndunum, ef kornið skorti ekki. Ég þekki hina ágætu akra mína til hlítar. En ég á ekert frækorn, og moldin verð- ur ónytjuð í ár. Hungurdauðinn einn hlýtur að bíða okkar, þrátt fyrir komu vorsins. Hann horfði inn í veröld hins kom- andi vors sem vonlaus og lífsþreyttur maður. Helgi Sœmundsson þýddi. BÆK.UR SENDAR ÚTVARPSTIðINDUM A sextugsajmœli Huldu gaf Guðmundur Pét- ursson á Akureyri út bók eftir skáldkonuna, er nefnist: ,,Hjá Sól og Bil‘‘ og hefur dr. Richard Beck ritað formála. Onnur akfildkpna, yngri, hefur gefið út skáldsögu er nefnist „Draumur um Ljósaland“, það er Þórunn Magnúsdóttir. Utgefandi Vík- ingsútgáfan. Síðara bindi er væntanlegt eftir hátíðar. Óskar Aðalsteinn Guðjónsson heitir ungur rit- höfundur á ísafirði. Hann gaf út skáldsögu 1939, er hann nefndi ,,Ljósið í kotinu“, eftirtektarverð byrjandabók. Nú hefur hann sent frá sér aðra skáldsögu: ,,Grjót og gróður“, útgefandi Prent- stofan ísrún ísafirði. Guðm. G. Hagalín fylgir bókinni úr hlaði með formálsorðum. Þar segir m. a.: ,,Þetta er í rauninni fyrsta verkamanna- sagan í bókmenntum okkar, sem geti borið það nafn með fullum rétti“. Hér skal ekki, að órannsökuðu máli, lagður dómur á sannmæli þessara orða. Steindór Sigurðsson hcfur gefið út nýja ljóða- bók: ,,Við lifum eitt sumar". Steindór yrkir oft vel, stundum ágætlega. Hann las fyrir skömmu nokkur ljóð í útvarpið og spáðu þau góðu. ,,Souvenir jrom lceland,t, nefnist lítil mynda- bók, sem Þorsteinn Jósepsson rithöfundur og Páll Jónsson verzlunarstjóri hafa gefið út, en þeir eru báðir góðkunnir sem hinir smekkleg- ustu myndatökumenn. Þetta er falleg bók. Þeir, sem eiga enskumælandi vini fá þarna smekk- lega jólakveðjubók. Ég á aðeins norræna vini útlenda, vonandi verður hún gefin út seinna, eða önnur slík, með norðurlanda lesmáli. /• ÚTVARPSTÍÐINDl 137

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.