Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Blaðsíða 4
í TILEFNI
af vísum Helga Hjörvars og IIöllu í Skugga-
hverfinu dettur mér í hug saga, er ég heyrði fyrir
nokkrum áruin. kannske er hún tilbúningur, uni
það veit ég ekki. Hún er svona:
Ung stúlka kemur upp í útvarpsstöð og óskar
að fá að skoða vélasalinn og annað, cr henni
þótti forvitnilegt. Ilelgi Hjörvar tók henni vin-
gjarnlega, eins og hans er vani. Skoðaði stúlkan
það, sem hún vildi, en Hjörvar horfði á stúlkuna.
Hún tók eftir þessu. Segir þá Iljörvar, að sér
finnist hann kannast svo vel við hana, iivort verið
geti að þau liafi sézt áður. Ilún kveður það ekki
muni vera. Helga varð þá að orði: „Æ. kannske
það sé hún móðir þín“. (Aðsent).
PILTI EINUM,
reykvískum, varð ekki gott til kvenna kvöld
eitt fyrir skömmu, hringdi liann í ýmsar áttir,
en kom fyrir ekki. Vildi hann ekki láta við þetla
sitja og tók nú að hringja i simann af handahófi
og Iiélt ókunnu kvenfólki uppi á snakki. Gekk
svo um hríð, unz fyrir varð stúlka, sem tók hon-
um betur en hinar. Urðu samræður Jieirra liinar
fjörugustu, sögðu bæði til nafns, og varð að lok-
um að samkomulagi, að pilturinn heimsækti stúlk-
una, sem kvaðst vera ein heima. Ilún sagði heim-
ilisfang sitt vera Skólavörðustíg 0 á fyrstu hæð.
Drcngurinn beið ekki boðanna, byrgði sig upp
af vindlingum, góðgæti og öðru nauðsynlegu og
hélt síðan til hins nefnda lniss. En honum brá
heldur en ekki í brún, er þangað kom, því nr. 0
reyndist að vera grátt hús og óheimilislegt í
fyllsta máta, sem sé betrunarhúsið. Svo fór um
sjóferð þá.
LANDFLEYG
er vísa Jóns Bergmanns:
Þegar sveitin sorgarljóð
syngur vini liðnum,
þá er eins og hræfuglshljóð
ldakki í kistusmiðnum.
Ilún hefur lengi ])ótt vel gerð, ]>ó illhvitnin sé
ómakleg. Fæstir vita að „kislusmiðurinn" svar-
aði fyrir sig. Hann sagði:
Betri leið til auðs það er,
aldrei frá því víkjum,
ærlegs brauðs að afla sér,
en að lifa á sníkjum.
JAKOB AÞANÍUSARSON
hét maður, sem lengstan aldur sinn dvaldi á
Barðaströmk og lézt háaldraður í lleykjavík.
Eftir honum ritaði Þorsteinn Eriingsson „Sagidt-
Jakobs gamla". Þeir þekktust í æsku Jukob og
Matthías Jochumsson, og \ar Jakob þó nokkru
eldri. Kváðust þcir stundum á, en allt mun það
glatað nema ein vísa, sem Jakob orti. Hún er
svona:
Ilausinn á l>ér Malti minn
— máttu þessu trúa —, ■
hann er eins og uppblásin
úti á velli hrúga.
Jakob orti töluvert, enda greindur vel. Beztu
vísu hans, er hér skal birt, mun óhætt mega
telja til úrvalsferskeytlna. Ilún mun ekki hafa
komið á prent áður:
Hylur gæran sauðar svarta:
soltinn úlf með geði þungu,
dúfuaugu: höggormshjarta,
hunangsvarir: eiturtungu.
104
ÚTVARPSTÍÐINDI