Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Síða 9

Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Síða 9
lega Pésa með flibbannSvo sá ég hann halda vestur í bæ með eldavélina. En næstu tvo daga kom hann ekki til vinnu. Þegar hann kom aftur, kvaðst liann vera gegnsær og hrollkaldur eftir þetta hel- víti frá Pólverjanum. Nú væri gott að koma í volgan ketil. Svo leið til jóla og af sérstökum á- stæðum þraukaði ég ennþá við ketil- hreinsunina. Að vísu var ekki hreinsuii á hverjum degi, en það var þó arðmesta daglaunavinna um þær mundir. A jóladaginn, um hádegisbil, átti ég leið um Miðbæinn og gekk Hafnarstræti. Veður var kalt, norðaufjúk, riæðingur milli húsasunda og rykþeytingur í skot- um. Þá mætti ég. vini mínum Helga harmagrát, þar sem hann var á vakki á gangstéttinni. Hann var hnípinn og kuldalegur, dökkur á lnið og órakaður. Vegna kuldans hafði harin spennt jakkr ann með nælu upp undir höku. Iíann var daufur í dálkinn, en slóst í för með mér og hóf að segja mér frá atviki, sem fyrir hann hafði komið þá um morguninn: Hann hafði 'Verið rekinn fyrir guðlast út úr kirkjunni um messutímann. Það var þannig, að Jói fagri og hann höfðu náð sér í flösku og hittust snemma á jóladagsmorguninn. Þcir höfðu ekkert húsaskjól, hann gat ekki farið til ömmu sinnar af skiljanlegum ástæðum, Hafald- an var lokuð á jóladagsmorguninn og allt eftir þessu. Þá hugkvæmdist þeim að fara í guðshús. Þeir settust í aftasta bekk, þar sem lítið bar á. Hlýtt var í kirkjunni og notalegt, söngurinn hljóm- aði og presturinn hóf að tala um þann sem fæddist í fornöld, til þess að endur- leysa mannkyn framtíðarjnnar frá synd- um þess. — Okkur fór að líða bölvanlega, sagði Helgi, ekki af orðum prestsins, skilurðu, heldur af því að við gátum ekki sinnt þörfum okkar. Ræðan varð lengri og lengri og Jói hélt um flöskustútinn, æst- ur og óþolinmóður. Þetta þjarmaði meira og meira að okkur, en ekki var í annað hús að venda. Loksins heyrðum við orð prestsins: Meðtakið blessun drottins og söfnuðurinn reis úr sætum fyrir framan okkur. Þá hvíslaði Jói: Nú er tækifærið og skellti stútnum á varirnar og fékk sér slurk, og rétti hana síðan að mér. Ég greip fleyginn og saup á í hasti. en heldurðu þá ekki að ólánið hafi vof- að yfir mér eins og. fyrri daginn: Ein kerlingarálkan sneri sér við og sá mig með flöskuna á vörunum. Og það var eins og hún hefði fengið í sig éínhvern fítonsanda, þarna undir blessuninni, liún gaut á mig illilegum augum og svo rudd- ist hún fram úr bckknum og ég þóttist strax vita, að nú ætti að bannsyngja okkur. Þegar fólkið er í þann mund að setjast kemur hún með meðhjálparann og bendir á. okkur. Það litu allir nálægir á okkur, en meðhjáiparinn benti okkur að koma fram. Hann og kerlingin fóru með okkur fram í fordyrið og þar segir meðhjálparinn: Er það satt, að þið séuð komnir hingað í guðshús til,þess að fremja syndsamlegt athæfi? — 0, ekki skil ég nú það, sagði ég. Þá segir kerlingin uppfull af hofmóði: — Það er svo satt, sem ég stend hérna, að ég sá þessa ræfla saurga hina helgu athöfn, ég sá þá drekka brennivín, og þér getið sjálfur þreifað á þeim, með- hjálpari, og fundið, hvort þeir hafa ekki á sér flösku. Þá ætlaði ég að reyna að snúa kerl- inguna út af laginu og segi: — En heyr- ið þér, kvenmaður, gæti þetta ekki eins hafa verið vatn! ÚTVARPSTÍÐINDI 109

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.