Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Blaðsíða 23

Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Blaðsíða 23
Undir gunnfána iífsins eftir Milton Silverman segir frá lífi og starfi þeirra þraut- seigu og duglegu vísindamanna sem á síðari tímum hafa gefið heiminum undralyf þau sem reynst hafa bitr- ustu vopnin í baráttu mannanna gegn sjúkdómum og þrautum. Finnur Einarsson Bókaverzlun Austurstræti 1. — Sími 1336. V AS ASÖN GBÓKIN Fimmta prentun — 3 0 0 söng- textar, er nýútkomin. Reynslan hefur sýnt að Vasasöngbókin kemur að því betri notum sem fleiri hafa hana, því að hún er ómissandi föru- nautur í öll ferðalög, á samkom- ur og í sumarfríið, og hafið þér hana, þá getið þér alltaf verið reiðubúnir að „taka undir“. Fæst hjá öllum bóksölum eina dæmi af mörgum. En eihmitt fyrir þessa sök liafa margir tónlistariðkendur litið „jassinn“ óhýru auga, að ég ekki segi rneix-a. Þeim mönnurn, sem liafa ánægju af að hlusta á létta tónlist, en liafa oftlega kvartað yfir því, að skilja ekki hin stór- brotnari tónverk, hefur verið gefið það ráð, að hlusta og Iilusta og lilusta betur. Þetta sama ráð vil ég gefa þcim, sem í „jassmúsík“ aðcins heyra einhvern rugl- kenndan þvætting. Hlustið, hlustið og hlustið betur. Þórir Jónsson. LJÓÐ VIÐ DANSLAG KVÖLDSINS. Hið fyrra sungið' með Jiljómsveit Þóris Jónssonar, hitt með liljóm- sveit Bjarnn Böðvarssonar í desember. DUNANDI DANS. Dunandi dans, það er draumurinn minn, svífandi örmum hans í. Dunandi dans, ég er drukkin af ást, og hún er dásamleg, ný. Oss Ijómar augum i ástin svo björt og hlý, og meðan dönsum dátt, drauma burt líður nátt. Já, dunandi dans, þar til dagsins ljóma sér, þá mun hann ganga heim með nx'ér. II. Þ. NÓTTIN VAR DREYMIN. (Love is a song that never ends) Nóttin var dreymin með dögg á kinn, dagurinn hlýr og rjóður, lund mín létt eins og lindin á vori leikur sér fjólurnar við. -----Atlot þín vermdu vanga minn. vinur minn, hýr og góður, þröstur söng inn í sólgullnu laufi, í sumarsins dýrð leiddumst við. Seytjándi. ÚTVARPSTÍÐINDI 123

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.