Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Blaðsíða 11
P'gc/r.ri lienónýxton: Hvernig starfar útvarpið? Inngangsorð. Það hefur löngum vcrið einkcnni ís- lenzkra alþýðumanna, að kunna skil á þeim hlutum, er þeir nota við vinnu sína, eða hafa undir höndum. Bóndinn kann á sláttuvélina sína, ökumaðurinn á bifreiðina sína, og vélamaðurinn á vél- ina í bátnum sínuin, o. s. frv., og þessi kunnátta takmarkast ekki af því sem nauðsynlegt er að vita, til þess að geta notað þcssi áhöld og vélar, heldur hafa menn sett sig inn í starfsemi þeirra og skilið þýðingu hvers einstaks vélarhluta og þcss vegna verið færir um að lagfæra ýmislegt, cr aflaga liefur farið, auk þcss sem slík kunnátta er mikil trygging fyr- ir réttri meðferð og hirðingu verkfær- anna. Þessi viðlcitni manna til að skilja fyr- irbæri daglcgs lífs og eðli hlutanna í um- hverfinu, hefur talsverða menningarlega •þýðingu. Aftur á móti hafa þeir hlutir. cr menn bera ekkert skynbragð á, lam- andi áhrif á dómgreind manna og athug- unargáfu, ef ínenn hafa þá daglega fyr- ir augum. Því miður verður því ekki neitað, að þannig er því farið með útvarpið. í aug- um almennings er útvarpsviðtækið hálf- gert galdraverkfæri, sem bezt er að ciga sem minnst við, og starfsemi þess og innri bygging. leyndardómur, sem ekk- ort þýðir að brjóta heilann um. Það mun vera almenn skoðun, að þctta sé oðlilegt, þar sem hin tæknilega hlið Eggert Benónýsson forstöðumaður viðgerðastofu útvarpsins. útvarpsstárfseminnar sé svo torskilin, að ckki sé öðrum en fagmönnum ætlandi. að gera sér grein fyrir henni. En liitt mun þó valda meiru hér um, að almenn- ingur á livergi aðgang að neinum fróð- lcik í þessum efnum. Nú hefur talazt svo til, að ég gerði þessu efni nokkur skil í Útvarpstíðind- uín, og geri ég ráð fyrir að haga því þann- ig, að lýsa fyrst í stórum dráttum, livern- ig útvarpsdagskráin flyzt frá útvarps- sölunum til eyrna hlustendanna, og er sá kafli ætlaður til fróðlciks cingöngu. En síðar mun ég taka útvarpsviðtækin til ýtarlegrar meðferðar, og er svo til ætlazt, að sá kafli hafi einnig liagnýta þýðingu fyrir útvarpsnotendur. <>]iiiuiiiiiiitiiiiiiiiiiiiinniiiiiiiiiiDiiiiiiiiaiiiiiiiiiuit]iiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiit<s> Nýjasta, fallegasta og skemmtilegasta bókin heitir JAKOB OG HAGAR •>]iiiiiii!iiiiniiiiiiiiimt]miiiiiiiiiniiiiiiiiuiiiiiiiiii!ic]iiiiiiiiiiiiuunumiiit<> ÚTV ARPSTÍ ÐINDI 111

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.