Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Blaðsíða 8
Þá tók hann að segja mér í stórum dráttum æviatriði sín. Hann átti ömmu, — það var einasta manneskjan í veröldinni, sem elskaði hann. Svo sagðist honuin. — Sjálfur var hann ræfill, umkomulaus, ekki eiginlega vondur við neinn, en gerði aldrei neinum gott. Hann átti einu sinni foreldra' eins og annað fólk, en þeir hurfu frá syst- kinunum, — það hefði ekkert verið, ef þau hefðu dáið, — þau fóru miklu ver að því, þau skildu og innrættu slæmar hugsanir hjá börnunum. Honum var sama um þau, einkum eftir að hann komst á flækinginn. Hann var barinn í barnæsku, — sérðu öxlina —; hafði oft lítið að éta og stal einu sinni smjöri og hangikjöti. Fyrir það var hann settur í tukthúsið, og þegar hann kom út, gat hann ekki ófullur litið upp á nokkurn mann. Svo. tók liann að drekka, til þess að geta horft framan í hvern sem var. En flestir tóku að fyrirlíta hann, nema cin gömul kona, — það var amma. Eng- inn trúði honum til góðs, nema amma. Og þegar hann flúði að norðan til þess- arar höfuðborgar, þá kom lnin á eftir drengnum sínum. Hún hafði enga vist- arveru, en fékk að hafast við í þvotta- húsi, og þangað gat hann alltaf leitað. En það vildi til að amma var fátæk, hún hafði aðeins meðferðis lítinn bolla- skáp og dívan, og fékk að búa þarna ineðan lnin gat þvegið þvotta fyrir fólk- ið í húsinu. Hann hafði oft búið um sig á þvottaborðinu og sofnast vært, — en það var hugsjón hans að koma gömlu konunni í góð húsakynni og losa hana við stritið, — helzt koma yfir hana skúr. En hann gat aldrei komið til ömmu, nema hann ætti aura. í kvöld átti hann enga aura, þess vegna ætlaði hann á Hafölduna, en vertu óhræddur um aur- ana þína, vinurinn. Þegar hann hafði lokið æviágripi sínu, skildi ég hvers vegna hann hafði hlotið hið hálfbiblíu- lega viðurnefni,, Nokkrum dögum seinna kom það fyr- ir, er við áttum að hefja vinnu, eftir mið- degishlé, að Helgi harmagrátur varð síð- búinn í ketilinn. Og þegar hann kom niður var nokkurt fum á honum, hann kippti í mig og bað mig koma upp með sér. Við vorum nú í pólsku kolaflutn- ingaskipi, og þegar upp á þilfar kom, stóð þar svolamenni með flösku i hend- inni. Helgi hyíslaði að mér: — Blessaður, bjargaðu mér, ég ætlaði nefnilega að stela flöskufjandanum, en þessi djöfull kom auga á mig og nú verð ég að borga tvöfalt eða fá flöskuna í hausinn. Það verður borgað út í kvöld. Iíugsaðu þig ekki um, þú sérð, hvað það er illilegt. þetta námenni, sem ég á í höggi við. Ég leitaði á mér og gat lánað honum fyrir fleygnum, hann strauk mér fegin- lega um vangann, og svo stungum við okkur niður í ketilinn. Ilelgi vann af ofurkappi allan daginn, barði ákaflega og fann að hjá öðrum, því að í starfinu var enginn samvizkusamari ofar foldu. Um kvöldið, þegar við áttum að fá vikukaupið, kippti Helgi í mig og sagði: — Gerðu mér nú greiða. Taktu' við kaupinu mínu, farðu upp í verzlun og kauptn þrikveikjaða olíuvél af beztu gerð. Ég get nefnilega ekki komið til gömlu konunnar, án þess að færa hcnni eitthvað, ég get varla sagt að hún hafi getað velgt undir katli í hálfan mánuð. Gerðu þetta, vinurinn, en ef ég fæ alla peningana í höndur strax, þá fær hún ekki neitt, blessunin. Ég gerði þetta fyrir hann. Hann var óstjórnlega glaður, og kallaði mig gælu- 108 ÚTV ARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.