Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Side 7

Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Side 7
var hagyrðingur og skellti vísu á þann, sem sat fastur í gatinu. Ég hef aldréi heyrt glaðari racldir yfir kaffidrykkju, — það var eins og þeir sætu í sólskini inni í dal yfir engjakaff- inu og stúlkurnar væru að kitla þá með stráum. Þeir.voru skítugir á andliti og hálsi, — það höfðu þeir reyndar verið. er þeir komu á fætur um morguninn —. Allir voru með sprungur í höndum og ógrónar skeinur, ejnn var kolmarinn á kinnbeini. Og allir voru í viðeigandi lörfum, gljáandi af feiti eða skít. Á höfði báru tveir þeirra hattkúfa með afskorn- um börðum, svo að þetta líktist tyrk- nesku höfuðfati, tveir voru með sex- pensara og þrýstu derinu aftur og niður á herðar. Þeir höfðu há enni, sóti kámuð. Mér fannst brátt, að ég væri framandi og jafnvel óvelkominn í þennan hóp. Eg fann þetta utan að mér í orðalagi þeirra. Ég var allt of hreinn, fákunnandi, óglað- ur, svartsýnn. — Heyrðu lagsmaður, sagði einn þéirra og gretti sig í áttina til mín, — ert þú fínn maður. Ég held, að ég hafi einhverntíma séð þig með flibba. Ég gat nú ekki borið á móti því. Og þá beindu þcir að mér spurning- um um ætt mína og uppruna, fyrirætl- anir og fyrrvcrandi atvinnu, hvort ég tæki í ncfið — nú ekki það — í vörina —, reykirðu þá ekki mannskratti, tek- urðu spíra —. Nei, segir hann og lík- lega feiminn við pils af stelpu — hvað þá meira, he, he. Já, ég sagði þeim, að ég væri vestan úr fjörðum, ætlaði að vinna mér fyrir skólavist í vetur, og mér Iiefði verið bent á, að við ketilhrcinsun væru fljót- gripnastir peningar. Þarna var það! Veiztu það, drengur minn, að enginn okkar vinnur nema .‘5—4 daga í viku, hina dagana geturðu fundið okkur í Stcininum, í Ilaföldunni eða hjá vinkonum okkar. Allt í lagi með þig vinurinn, þegar þú ert orðinn nógu drullugur. Ég gat ekki varizt því, að hugsa með nokkurri aðdáun um þessa nýju félaga. þótt' mér byði við starfinu. Þeir brúgðu á leik í orðum og athöfnum, þrátt fvrir umhverfið. Og ég komst strax að því. að hér báru allir auknefni að fórnum sið. Þarna var Helgi harmagrátur, skakkvaxinn náungi mcð hægri öxlina sligaða, stórt ör yfir vinstra auga og rytjulega hærður. Þarna var Stjání héla. miðaldra maður, mjóleitur, þunnnefjað- ur með rnóleit glcttnisaugu. Og næstur lionum Bcnsi með dropann, króknefjað- ur og breiðleitur, hann snýtti sér títt með fingrunum. Og loks var þaf Jói fagri, rindilslegúr piltur, síhlæjandi, orð- ljótur og kerskinn. Það var hann, sem orti. Ketillinn kólnaði eftir því sem á dag- inn leið, um kvöldið tók ég hið hátíð- lega heit mitt aftur og ákvað að mæta til vinnunnar næsta morgun. Og það var um kvöldið, að loknu á- byrgðarmiklu dagsverki, þegar við þrömmuðum taktlaust og skrykkjótt upp bryggjuna, fimm ketilhreinsarar, að Ilclgi harmagrátur valdi mig fyrir föru- naut og lét í ljós þá einlægu skoðun sína, að honum litizt vel á mig, hann héldi að ég væri bezti strákur, svo spurði hann mig, hvort ég gæti lánað sér tú- kall, þangað til útborgun færi fram. Ég fór að leita í vasanum, — eða fimmkall. vinurinn, bætti hann við. Ég gerði honum þennan greiða og rétti honum 5 krónur. ÚTVARPSTÍÐINDI 107.

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.