Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Blaðsíða 14
... Hér starfar leikhús, sem hefur verið rekið af svo gífurlegum áhuga, að eins- dæmi mun vera og ósam- bærilegt við leiklistarstarf- semi meðal annara þjóða .. segir Lárus Pálsson. Á árunum 1935 og' 193ö tóku að ber- ast frá Kaupmannahöfn liingað heim fregnir af ungum íslending, som stund- aði leiklistarnám við Leikskóla konung lega leikhússins í Höfn. Fregnirnar báru ineð sér, að af þéssum pilti væri væhzt góðra hluta á því sviði, er hann hafði valið sér. Þetta var Lárus Pálsson, sem nú er kominn í fremstu röð íslenzkra leikara, og varð þjóðkunnur fyrir leik- starfsemi, brátt eftir að hann kom heim til íslands með Petsamoförunum árið 1940. Lárus er nú leiklistarráðunautur út- varpsins, eins og áður hefur verið getið hér í blaðinu. Hann hefur stjórn á jóla- leikriti útvarpsins í ár, en það verður Orðið, eftir Kaj Munk. Ég hef hitt Lárus að máli og rabbað við hann fram og aftur um liorfur í leik- listarmálum okkar, um útvarpsleikrit og tilraunir útvarpsins um leikritaflutning. — Fer hér á eftir ýmislegt, sem bar á góma: Lárus Pálsson er fæddur Iieykvíking- ur. En foreldrar hans Jóhanna Þorgríms- dóttir frá Ormarslóni í Norður-Þingeyj- arsýslu og Páll Lárusson trésmíðameist- ari, ættaður úr Skaftafellssýslu, sonur Lárusar Pálssonar hómopata, sem var 114 Lárus Pálsson í leikbúningi. víðkunnur fyrir lækningar sínar og á- trúnaðargoð almennings. Lárus stund- aði menntaskólanám í Reykjavík og tók stúdentspróf. Mun hafa verið ætlunin, að hann yrði læknir, en á námsárunum hneigðist hugur hans að bókmenntum. hljómlist og leiklist. — Að loknu stúd- entsprófi sigldi hann til Hafnar til leik- listarnáms, en fekk styrk hjá Mennta- málaráði til ])ess jafnframt að lesa heim- speki og fagurfræði. Þessi fög lagði Lár- us þó á hilluna, en gaf sig óskiptan leik- listinni á vald. íslendingar háfa liaft þá sérstöðu við Konunglega leiklistarskól- ann, að þar hafa þeir mátt dvelja sem gestir í eitt ár. Eftir þetta fyrsta ár geta menn innritazt sem nemendur í skólann, og .gcrði Lárus það. Leikskóli Konunglega leikhússins er á- litinn bezti leikskóli Norðurlanda, og þó ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.