Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 6
30 ÚTVARPSTfÐlNDt Mun svo vera gert víða hér á landi. Um gagnsemi jarðvegsfræðinnar má annars segja það, að hún er alls staðar gagnleg, en því gagnlegri þeim mun dýrmætara sem það er, sem rækta á. Þegar um er að ræða gróðurhúsarækt og matjurtarækt úti, þar sem mikið fjármagn liggur í hús- um, verkfærum og vinnukrafti, geta tiltölulega einfaldar og ódýrar athug- anir á jarðveginum stundum afstýrt uppskerubresti eða aukið uppskeruna margfaldlega, og þar með afstýrt stórtjóni“. — Álítur þú, að jarðvegsfræði eigi mikla framtíð fyrir sér hér á landi? „Já, það á hún áreiðanlega. Land- búnaðurinn okkar á eftir að taka al- gerum stakkaskiptum á næstu ára- tugum. Hér verður farið að rækta margt, sem nú er hér lítið eða ekk- ert þekkt. Auk þess verður landbún- aðurinn rekinn á öðrum grundvelli og í miklu stærri stíl eftir örfá ár. Þegar svo er komið, getur hann alls ekki hjá því komizt að taka sérfræð- inga í þessu fagi í sína þjónustu. Nú þegar er farið að þurrka land hér til ræktunar í stórum stíl, en það hefur allt verið framkvæmt á hinn íslenzka kuklmáta. — Sérfræðingar hafa verið sniðgengnir með því að þeir hafa ekki verið spurðir ráða, áð- ur en framkvæmdir hófust. En þetta er alvarlegt mál, sem hér er á ferð- inni, og kæmi það mér ekki á óvart, þótt það ætti eftir að valda hneyksli á borð við karakúlmálið fræga. — Víða erlendis hefur hið opinbera eft- irlit með framræslu víðáttumikilla votlenda, vegna þess að það kemur niður á öllum almenningi, þegar stór- fé er ausið út í framkvæmdir, sem síðar verða að engu gagni eða jafn- vel til skaða, en slíkt hefur oft skeð, þegar ónothæft land hefur verið þurrkað. Þótt mýri liggi vel við þurrkun, er ekki þar með sagt, að æskilegt sé að þurrka hana. 1 henni getur verið of mikið af efnum, sem valda plöntum ekki sýnilegs skaða, en geta haft ban- væn áhrif á skepnur, sem á plöntun- um lifa. Einnig getur vantað efni í jarðveginn, sem ekki er auðvelt að bæta úr, en getur komið fram á sama hátt og í hinu tilfellinu, eða þá að annar gróður en mýragróður vaxi illa á honum. Ef upp risu stór kúa- bú hér á landi, sem byggju heyfeng sinn eingöngu á slíku landi, gætu eigendur orðið fyrir stórtjóni af skepnufelli, sem þeir vissu ekki af hverju stafaði. Ástæðan til þess, að ekki hefur orðið meira vart við þetta en raun ber vitni, er ef til vill sú, að hingað til hefur verið lítið um, að skepnur hafi verið aldar eingöngu á heyfeng af slíkum framræslulöndum. f tilfellum sem þessum gæti jarð- vegsfræðingurinn með rannsókn sinni fundið þennan galla á jarðveg- inum, og komið í veg fyrir tjónið allt, með því að fyrirbyggja þurrkun og ræktun landsins. Það er sérstaklega áríðandi, að í engu verði gengið fram hjá jarðvegs- fræðinni, þegar hafnar verða hinar fyrirhuguðu framkvæmdir á vegum nýbýlastjórnar. Er ekki að efa, að nýbýlastjórn mun gæta fyllstu var- úðar í vali lands fyrir byggðahverfi, en um framtíð þeirra getur frjósemi jarðvegsins ráðið úrslitum. Ef það álit mitt og margra ann- arra, sem stundað hafa nám í land- búnaðarfögum, reynist rétt, að land- búnaður eigi sér mikla framtíð hér

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.