Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 13
ÚTVARPSTÍÐINDI 37 og er ])að vel farið. Stefán Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, María Markan, Lára Magnúsdóttir og Elsa Sigfúss eru þeir söngvarar, sem mér er kærast að heyra, svo og sænskir og norskir söngvarar. ■— Lestur fornrita er prýðilegur, einkum í höndum dr. Einars ól. Sveinssönar. ■— Upplesarar eru inargir svo góðir, að illt er að gera upp á milli þeirra. Þó vil ég nefna nokkra þá, sem vinsælastir eru hér: Sigurður Skúlason, Helgi Hjörvar, V. S. V., dr. Broddi Jóliannesson, Jón frá Kaldaðarnesi, Lárus Pálsson, Brynjólfur Jóhannesson og fleiri og fleiri. — Upp- lestur kvæða finnst mér beztur hjá Lár- usi Pálssyni og Guðbjörgu Vigfúsdóttur. Árni óla og V. S. V. eru ágætir. Þeir koma að jafnaði með eitthvað skemmti- legt. Dr. Brodda kann ég liinar heztu þakkir fyrir það, er hann hefur lesið upp um íslenzka reiðhesta, þarfasta þjón- inn, og vona ég, að hann haldi því áfram — mér og mörgum öðrum til óblandinn- ar ánægju. Sem betur fer unna ennþá margir íslenzka reiðhestinum. — Kennsla útvarpsins er bæði þörf og góð. Væri ekki hægt að bæta tveimur námsgreinum við: sænsku og norsku? — Væri ekki líka hægt að láta í té leiðbeiningar um málaralist og tréskurð? - Endurtekning frétta er að mínum dómi mjög þreyt- andi. Erindi frá útlöndum ætti að vera nóg yfirlit yfir fréttir vikunnar. — — Barnalímarnir eru mjög í afturför. 1 þá vantar meira skemmtiefni, t. d. söng barna og lög leikin á Havaigítar, liar- monikku, inunnhörpu og flautu. •— Hér læt ég þetta útrætt í þetta sinn, en vil þó bæta við, að það er ekkert við það að athuga, að afnotagjaldið hækki, ef dagskráin batnar í samræmi við það“. FER PÉTUR TIL SVIÞJÓÐAR? Arnfríður Aradóttir skrifar: „Hvernig er það með hann Þorstein Ö? Eigum við, sem þráum svo mjög að heyra rödd hans í útvarpinu, að verða fyrir þeim sáru vonbrigðum, að hann hverfi alveg frá þularstarfinu? Okkur hér finnst, að liann ætti að minnsta kosti að koma til að kveðja. — Ég vona bara, að Pétur fari ekki að bregða sér til Svíþjóðar líka, ef við skildum þá mega eiga það víst, að missa hann líka. ■— Að endingu skora ég á útvarpsráð, að taka þáttinn „Lög og létt hjal“ upp að nýju. Og vil ég bera fram þá ósk mína, að Pétur Pétursson taki liann að sér, þar sem mér fannst honum fara það bezt úr hendi. ■—■ Svo bið ég útvarpið um meiri harmonikkulög og gitarlög. Þarf Helgi Hjörvar endilega að lesa þingfréttir á þeim tíma, sem harmonikulögunum er ætlaður? ■— Svo þökkum við Jakobi Jónssyni presti fyrir erindið „Hetjudáð og drykkjuskapur“, sem hann flutti nýlega". LITIÐ VORLJÓÐ. Harmar deyja, hlýtt er svið heimsins draumabjarta. Kærleiksþráin vermist við vorsins geislalijarta. S. D. RAFGEYMAVI NNUSTDFA VDR GARÐASTRÆTI 2, PRIÐJU HÆ-Ð. ANNABT HLEÐSLU □ G VIÐGERÐIR Á VIÐTÆKJ AR AFG EYM U M. Viðtækjaverzlun Ríkisins

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.