Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 12
ÚTVARPSTÍÐINDI 36 sem þær gáfu okkur lilustendum yfir þróunarferil og baráttukjark ísl. kvenna fyrr og síðar. Að lokum þetta: Færi ekki vel ó því, að í útvarpsráði ætti sæti, að minnsta kosti ein kona? Ekki ætti það að skemma „móðurmálið“ — í útvarpinu. UH VETRARDAGSKRANA. Þórey S. Stefánsdóttir skrifar: „Mig langar til að leggja orð í belg um vetrar- dagskrá útvarpsins. Mér finnst, að bafi verið mun minna af skemmtilegu efni í vetur en nokkru sinni áður. Mig langar til að hera fram nokkrar óskir í sam- bandi við dagskrá útvarpsins. Nefni ég fyrst leikritin. En þau eru öðru fremur hugleikið efni. Nefni ég hér þau lielztu, sem ég þakka útvarpinu sérstaklega fyr- ir: Ráðskona Bakkabræðra. Hreppstjör- inn á Hraunliamri. Mýs og menn. Högni Jónmundar. Ævintýri á gönguför. Þrír skólkar og fleira. Leikrit ættu að vera flutt að minnsta kosti eitt í viku, og gam- anþættir jafnoft. Gamanleikurinn Húrra, krakki ætti að vera leikinn oftar en einu sinni. — Þá er það nú þátturinn Lög og létt lijal. Ég skora á útvarpið, að taka þtátinn upp að nýju! Það er mín skoðun og margra fl'eiri, að Pétur Pétursson sé beztur af þeim, sem séð liafa um þenn- an þátt. — óskalög ættu að vera leikin á öðrum tíma en í Lög og létt hjal. Aðal- efnið í Lög og létl lijal ætti að vera: Gamanþættir, skemmtileg samtöl, gítar- og harmonikkulög og gamanvísur. — Þá er jiað útvarpssagan. Enginn hefur náð öðrum eins vinsældum og Helgi Hjörvar og Bör, bæði við sjó og í sveit. Væri ekki hægl að fá svipaða sögu, helz.t norska, og Helgi tæsi liana. Harmonikku- tögin ættu að vera leikin að minnsta kosti tvisvar í viku, 30 mínútur í livort sinn. - - Havailög eru að jafnaði mjög falleg. Óska ég j)ess, að þau séu leikin sem oftast í hádegisútvarpi. Stór tón- verk njóta sín sjálfsagt vel í útvarpi í eyrum þeirra, sem hafa menntun til að hlusta á þau. En sveitafólk hlustar lítið á þau; en fögur eru þau þó ó köflum. Einkum finnst mér til um Beethoven, Schubert, Mozart og Handel. íslenzk ælt- jarðarljóð heyrunj við nú oftar en áður, RÍKISÚTVARPIÐ Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunar- verk er að ná til allra þegna landsins rneð hverskonar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÓTVARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, útborg- anir, samningagerðir o. s. frv. — Út- varpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími skrifstofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra er 4990. INNIIEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa. — Sími 4998 ÚTVARPSRÁÐIÐ (Dagskrástjórnin) hefur yfirstjórn hinn- ar menningarlegu starfsemi og velur útvarpsefni. Skrifstofan er opin til við- tals og afgreiðslu frá kl. 2—4 síðd. Sími 4991. FRÉTTASTOFAN annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. — Fréttaritarar eru 1 hverju héraði og kaupstað landsins. Sími fréttastofu 4994. Sími fréttastjóra 4845. AUGLÝSINGAR Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynn- ingar til landsmanna með skjótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja úlvarpsauglýsingar áhrifa- mestar allra auglýsinga. Auglýsinga- sími 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umsjón með útvarpsstöð- inni, magnarasal og viðgerðastofu. Simi verkfræðings 4992. VIÐGERÐARSTOFAN annast um hverskonar viðgerðir og breytingar viðtækja, veitir leiðbeining- ar fræðslu um not og viðgerðir við- tækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. TAKMARKIÐ er; Útvarpið inn á hvert heimili! Allir landsmenn þurfa að eiga kost á ])vi, að hlusta á æðaslög þjóðlífsins; hjarlaslög heimsins. RlldsútvarpiS.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.