Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 17
ÚTVARPSTÍÐINDÍ 41 Hver hringdi dymbjöllunm Smásaga JANSEN stórkaupmaður sat í stóra leðurklædda hægindastólnum sínum og reykti vindling makinda- lega. Hann var ákaflega ánægður með sjálfum sér þessa stundina. — Þetta hafði verið allra ánægjulegasti dagur, dagur mikilla og góðra við- skipta. Hann var nýbúinn að stofna arðvænlegt fyrirtæki; verzlaði eink- um með sápur og aðrar hreinlætis- vörur. — Hann myndi áreiðanlega græða góðan skilding á þessu fyrir- tæki, það var hann sannfærður um. Hann hafði vissulega ástæðu til að vera ánægður með tímana, sem hann lifði á, og gat því um leið ver- ið ánægður með sjálfan sig. Sumir spáðu að vísu illa fyrir honum, á- litu, að fyrirtækið myndi ganga á tréfótum, þeir um það. Þetta voru aðallega menn, sem ekkert gátu sjálf- ir, annað en spáð hrakspám fyrir öðrum. Menn eins og t. d. Kramer, sem eitt sinn hafði verið í félags- skap við hann. Slíkur meðeigandi skyldi verða sá fyrsti og síðasti í hans fyrirtæki. Kramer hafði aldrei orðið nema til tjóns í viðskiptunum; allt hafði snúizt öfugt í höndum hans, þegar hann ætlaði að gera góð viðskipti. Kramer var þeim ósköpum háður að taka viðskiptin sem íþrótt, þar sem allt væri undir því komið, að sýna drenglyndi og heiðarlegan leik. Vesalings Kramer! Það var ekki hægt annað en vorkenna honum. Hann þekkti ekki leiðir kaupsýslunn- ar; hafði ekki nef fyrir viðskiptum og myndi aldrei verða kaupsýslu- maður. Jansen stórkaupmaður lyngdi aft- ur augunum. Hann var allt í einu kominn á vald hugsananna um það, er þeir Kramer höfðu staðið saman í braskinu. Þeir höfðu samið um, að þeir skyldu skipta að jöfnu, hvort sem um ágóða eða tap væri að ræða . .. Kramer hafði eyðilagt framtíð- armöguleika fyrirtækisins . . . Það urðu að vera útsjónarsamir menn og duglegir, sem byggðu afkomu sína á verzlun ... Að vísu hafði Jansen komizt vandræðalítið frá þessu . .. það vantaði nú líka bara, að hann hefði .. . Afkoma fyrirtækisins hefði ekki mátt tæpara standa ... Það kumraði í Jansen stórkaupmanni. — Hann hefði ekki mátt slíta félagsskapnum við Kramer öllu seinna ... Jú, hon- um hafði tekizt að ná þessum 30 þúsund krónum, sem lágu í fyrir- tækinu burt með sér. Það höfðu þó reynzt nógir peningar til þess, að stofna fyrir nýtt fyrirtæki. Frámliald í néesta hlaði.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.