Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 24

Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 24
48 ÚTVARPSTÍÐINDI f&ffidiSQSfi EKKI SKAMMAST SÍN FYRIR VEÐRIÐ. Veðurmildin hér á landi kemur mönn- um á óvart. Daglega heyrum við fréttir um kulda og hörku erlendis, en hér sést varla snjór, og dag eftir dag er næstum því vorveður. •— Síðast í janúar gerði snjó í Reykjavík og nokkuð frost. Þann dag sagði Árni Pálsson prófessor við kunningja sinn, sem hann liitti: „Jæja, þá þarf maður ekki að skámmast sín fyr- ir veðrið lengur“. — Það var von að hann segði það, íslendingurinn, sem ólst upp við gaddbylji og hörkur í gamla daga, iðulausa stórhríð svo vikum skipti, en getur nú gengið snöggklæddur og berhöfðaður á götum Reykjavíkur á þorr- anum. SÍMINN MEÐ SILDARSKEFFUNA. öldruðum manni á Vestfjörðum varð þetta að orði, þegar síminn kom í pláss- ið hans: „Það er gott að fá símagreyið. Þó að ekki sé annað en maður getur allt- af fengið síldarskeffu með honum, ja, að minnsta kosti við og við“. > MEYJARAUGUN. G. sendir þessa stöku: „Augdn segja oftast nær allan meyjarvilja. Bliki fleygja brún og skær, Ijrosa, þegja, skilja. TVEIR KVEÐAST Á. G. og S. sátu saman eitt kvöld og töl- uðu saman uin hin og önnur málefni, og samtalið barst víða, meðal annars á þessa leið: — i Það er erfitt þetta líf, þegar vitið brestur. G. Þá er hjálpin viturt víf. Véiztu ei þetta, Gestur? S. Þetla líf mér þykir ei það, að flétta bögur. S. Þó er ei rétt að segja svei, sé hún nett og fögur. G. Fyrri partar fara á víxl, freyðir blek úr pennum. Enginn ber þó öðruin brigzl í óðar hryggjaspennum. G. Brúnaljós þín blikandi björtum geislum stafa. Hugur minn er hikandi, en — lijartað ekki í vafa. S. Sátu tveir við sama borð, sem að voru að skrifa, flugu á milli frjálsleg orð, en fengu skamint að lifa. G. FALIÐ RÍM. Undantekning er á því öllu, sem að gerist í heiminum, en ég held það sé haft aðallega fyrir spé. G. SKEYTI. Ofurlítil ósk og falleg kveðja aka saman austur veg. Aðeins skilja þú og ég. S. D. TIL HALLGRÍMS JÓNASSONAR, kennara, eftir að liafa hlýtt á erindi hans í útvarpi, „Ferðalög og lausavísur“, 15. janúar 1947. Meir en tízku- og munaðsprjál metur gróður jarðar öræfanna söngvasál, sonur Skagafjarðar. Stakan heillar hugann þrátt, •— hækkar andans veldi. Berðu merki hennar hátt að hinzta ævikveldi. AuSunn Br. Sveinsson frá Refsstöðum. UM STJÓRNARSKBÁNA. Stjórnarskráin strandar enn hjá „stórum" mönnum. -— Þeir eru víst allir inni við eldana hjá mömmu sinni.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.