Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 11
ÚTVARPSTfÐINDI 35 Síða radioamatöra Vegna þess, að beðið var eftir staðfestingu á reglugerð um sendi- leyfi alveg fram til þess að Útvarps- tíðindin fóru í pressuna, en hún átti framar öllu öðru að birtast hér, fell- ur síðan að mestu niður að þessu sinni, þar sem reglugerðin varð svo síðbúin. En óhætt mun að fullyrða, að hún komi í næsta hefti Útvarpstíðinda. Nú er aðeins beðið eftir staðfestingu ráðherra og Póst- og símamálastjóra, en að öðru leyti mun til fulls vera gengið frá henni. Hr. Börge Otzen, form. danskra radioamatöra (R.D.R.), sendi félagi íslenzkra radioamatöra símskeyti, og biður þar um, að íslenzkir amatörar hlusti á danska amatöra á 20 m., og láti síðan félag þeirra vita skriflega um árangurinn. Væntir félagið, að ísl. amatörar verði vel við þessum fyrstu tilmælum erlendis frá sem fé- laginu berast. Að endingu skorar stjórn Í.R.A. á alla félaga að gerast áskrifendur Út- varpstíðinda, vegna þess að þau eru eina málgagn félagsins og eini vett- vangurinn þar sem hægt er að birta greinar eða tilkynningar um mál ísl. radioamatöra. Munið svo að senda ritstjóra síð- unnar, Sigurði Halldórssyni, Víðimel 35, greinar og fyrirspurnir um á- hugamálið. V Y 73. ykkur“, sagði hann. — „Þetta ,er Sandra, mamma, stúlkan, sem ég ætla að giftast á morgun“. F. P. þýddi. KVENRÉTTINDAFÉLAGIÐ OG FLEIRA. Bjarni ívarsson skrifar: „Hin sam- fellda dagskrá „Kvenréttindafélags is- lands“ 2G. janúar síðastl. var mér ó- blandið ánægjuefni. Þar voru dregnar fram í dagsljósið myhdaugðar staðreynd- ir úr þróunarsögu kvenréttindahreyfing- arinnar hér á landi. Pær sýndu átakan- lega, hversu frelsisþrá kvenna hefur ver- ið bæld og sett undir mæliker )>ess mold- viðris, sem óhjákvæmilega nær yfirtök- um, l)egar vanabundin vanaliyggja og liugsjónasnautt mat á hinum sönnu mann réttindum fær að þróast og valda mark- vissum kirkingi og sálrænu drepi í þjóðarsálinni. Parna voru leidd fram sem vitni afreksmenn og þjóðskörungar, bæði í stjórnmálum og skáldskap; — menn, sem skildu hina skapandi framvindu mannlífsþróunarinnar, er bendir fram til nýs og betri heims. - Við að blusla á þennan stórmerka útvarpsþátt, komu mér í hug orð skáldspekingsins Stepli. G.: -— „Allt mannlíf er veglyndi veg- leysnafjöld, | með viðganginn langt út úr sýn“. — Víst munu konurnar eiga þar snaran þátt yfir vegleysur og torfærur þjóðlífsins. Fórnarlundin er þeim í blóð borin, og fagur er sá þáttur, sem þær hafa lagt fram til viðhalds þjóðarsálinni, í eldskírn hennar gegnuin aldirnar. Þær hafa aldrei „alheinjt daglaun að kvöld- um“. Viðgangur mannlífsins, „langt út úr sýn“, hefur verið þeirra móðurfórn; — vögguvéin háborg sálræns þroska. •— Það er konunnar aöall. — Melkorka, Ás- dís á Bjargi, Auður Gísla Súrssonar og aðrar slíkar hetjur munu aldrei deyja, á meðan „ástkæra ylhýra málið“ fær óbrjálaö að senda „hrynjandi íslenzkrar tungu“ inn í þjóðsál okkar. — Hafi svo konurnar beztu þakkir fyrir þá útsýn,

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.