Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 5
ÚTVARPSTÍÐINDI 29 Samfíð og framtið . XXIII. ÞRAINN LÖVE jarðvegsfræðingur um Jarðvegsfræði VÉR ÍSLENDINGAR höfum á síðustu árum eignazt marga unga vel menntaða menn á mörgum svið- um. Margir þessara ungu manna hafa þegar tekið til starfa í þjóðlífi okkar, en aðrir bíða eftir því að þeim sé fengið verlc að vinna. Meðal ann- ars höfum við eignazt í þessum ungu mönnum góða starfskrafta á nýjum sviðum. Einn þeirra kynnum við nú fyrir lesendunum, Þráinn Löve jarð- vegsfræiðng, en hann er annar ís- lendingurinn, sem lagt hefur stund á þessa vísindagrein. Þráinn Löve er fæddur 10. júlí ár- ið 1920 í Reykjavík. Foreldrar hans eru hjónin Þóra G. Jónsdóttir og S. Carl Löve skipstjóri. — Þráinn tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943, og fór næsta vetur vestur um haf og hóf nám í jarðvegs- fræði við háskólann í Berkeley í Kaliforníu. Þaðan lauk hann B. S. prófi síðastliðið vor, en kom heim í haust. Enn hefur hann ekki fengið starf í vísindagrein sinni, og virðist því full þörf fyrir nýja og góða starfskrafta í landbúnaðinum. Út- varpstíðindi áttu nýlega tal við Þrá- inn Löve, og fer það hér á eftir. — Viltu ekki skýra stuttlega fyrir mér, hvað jarðvegsfræði eiginlega er? — „Jarðvegsfræði er vísindagrein, er i'raiun íjÖve, fæst við rannsóknir á mold með það fyrir augum, að komast að, til hvers hún er bezt hæf eða hvort henni sé að einhverju leyti ábótavant til rækt- unar jurta. Með slíkum rannsóknum er hægt að finna út áburðarþörf ræktaðs lands, og má oft á þann hátt bæði koma í veg fyrir uppskerubrest og stórspara áburð. — Ein algeng- asta tegund erlends áburðar, sem hér er notaður, er blanda af þrem helztu næringai-efnum plantnanna, þ. e. a. s. köfnunarefni, fosfór og kalíum (nitrophoska). Þegar slík blanda er borin á, þar sem einungis eitt efnanna skortir, er raunverulega ver- ið að fleygja meiri hluta áburðarins.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.