Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 10
34 ÚTVARPSTÍÐINDI Þjónninn kom með teið, Greg drakk það í flýti, kveikti sér í sígar- ettu og mælti svo: „Þú ert alveg viss um, að þú viljir búa ein í hús- inu. Ég á við--------, ja, mér fellur þetta allt saman svo illa, og ef það væri eitthvað, sem ég gæti gert fyr- ir þig“. Það var að vísu eitt, en það væri svo bjánalegt að nefna það. — Hún hristi höfuðið. Hún vildi ekki að hann hefði snefil af samvizkubiti. Það hafði verið dásamlegt að hafa hann hjá sér öll þessi ár. „Nei, nei“, sagði hún, ég mun kom- ast yfir það“. En hann virtist langt frá því að vera ánægður. „Það er nokkuð annað, sem ég vildi hafa minnzt á“, sagði hann. „Ég hef ekki minnzt á það áður, af því að ég veit, hversu það er þér viðkvæmt mál“. Hann þagðnaði um stund, en bar svo ótt á, og forðaðist að líta í augu henni. „Það eru peningamálin. Ég hef gert allar ráðstafanir í bank- anum“. Hún blóðroðnaði í andlitinu. Þó ekki af neinu særðu stolti. Það var nú munaður, sem hver og einn mundi ekki slá hendinni á móti, sem ætti engan bakhjarl. En-------- „Nei, Greg, þú hefðir ekki þurft að gera það“, sagði hún. Hann vísaði þessu á bug, næstum reiðilega. „Hvers vegna ekki? Mig langaði að gera þetta fyrir þig. Og .Sandra" — það var nafn stúlkunnar — „hún er því samþykk. Við töluðum um þetta í gærkvöldi“. Sandra . .. Við ... En hvað hann gat talað um þetta mál rólega. En þó höfðu þau þekkzt aðeins í tvo mán- uði. Hún vissi auðvitað alltaf, að eitt- hvað hafði hent hann, enda þótt hann hefði aldrei nefnt neitt á nafn. Einhver innri meðvitund hafði var- að hana við því, að hún væri að missa hann. Stúlka. Ung, blómleg og yndisleg. Tilhugsunin um hana fyllti Helen ótta. Hann hafði sagt upp stöðu sinni heima, fengið aðra betri í London og flutt þangað. Mánuðum saman hafði hún ekki séð hann, og hún hafði heldur ekki séð stúlkuna. Sandra ... Hún vann eitt eða ann- að við auglýsingar og var mjög skyn- söm, sagði hann. En það hafði eng- in áhrif á Helen. Þegar þú hefur elskað einhvern af öllu hjarta bætir það ekki úr skák, að sú yngri, sem er að taka hann af þér, sé skynsöm. Var hún í raun og veru falleg? Myndi hún reyna að gera hann ham- ingjusaman, eins og þú hafðir gert? Sandra ... Nafnið hljómaði dá- lítið beggja blands. Þú þarf ekki að ímynda þér, að nokkur, sem nefnd væri því nafni, líktist í augum He- lenar stúlkunni, sem einmitt í þessu gekk inn í kaffihúsið og horfði hik- andi í kring um sig. Þegar stúlkan sneri sér við, kom í ljós, að hún var mjög falleg, dálítið feimin, en svo elskuleg, að hún féll þér strax vel í geð. Helen starði ósjálfrátt lengi á hana. En svo sperrti hún upp aug- un, full af undrun, því að Greg reis á fætur, og stúlkan flýtti sér í átt- ina til þeirra. „Svo að þú fannst okkur, elskan“, heyrði hún Greg segja. Hann sneri sér brosandi að Helen. „Má ég kynna

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.