Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 15
ÚTVARPSTÍÐINDI 39 sinni á lífsleiðinni en þessa daga hér í útvarpssalnum, meðan á þessu prófi stóð. Og víst er um það, að ekki hafði rödd hans aukizt við þetta, og þreyttur var hann, þegar hann fékk aftur frelsið. Ungfrú Björg var beðin að koma til Akureyrar og prófuð þar í fjóra daga. Hún kunni allt upp á tíu fing- ur. — Hlaut ungfrú Björg 1. verðlaun, en Friðrik Hjartar önnur verðlaun. Ég bið menn vel að athuga, að samkeppni sem þessi sker á engan hátt úr því, hvort þeir, sem verð- launin hlutu, kunni raunverulega flest lög allra íslendinga. Það má vel vera, að aðrir kunni fleiri. En aðra aðferð var varla hægt að við- hafa. Það má eflaust fetta fingur út í þessa samkeppni. En hún var frekar gerð til gamans og nokkurs fróðleiks, en til þess að sanna nokkuð um hver raunverulega kynni flest lög. En sé miðað við listana sem komu, efast ég ekki um, að þeir réttu hafi hlotið verðlaunin. Svo læt ég út- rætt um þessa verðlaunasamkeppni. En nú vendi ég mínu kvæði í kross. Með þessum söngtíma hætti ég að flytja Takið-undir-tímann í útvarp- inu. Ég lít svo á, að hlutverki mínu sé nú lokið. Ég byrjaði tímana á alvörutímum, eins og þið öll vitið, ekki fyrst og fremst vegna laganna, heldur vegna Ijó'öanna, og þá fyrst og fremst ættjarðarljóðanna, sem menn máttu þá sízt gleyma. Tímarn- ir féllu í góðan jarðveg, og sýndu meðal annars hversu ljóð- og söng- elsk þjóðin er. Auk þess tel ég tím- anum það til gildis, að hafa vakið marga til umhugsunar og fullvissu um gildi ættjarðarsöngvanna og þann kraft og mátt, sem í þeim býr, og þann siðferðilega styrk, sem þeir veita. — En við sungum einnig aðra söngva, léttari, og reynt var að hafa léttan blæ yfir æfingunum, og við vorum öll eins og heima hjá okkur, enda vorum við það líka, og röbbuðum saman og hresstum upp á sálirnar með því að syngja frá eigin brjósti. Að endingu þakka ég ykkur um allt land af hrærðum hug fyrir allar samverustundirnar hér í útvarpinu. Þær hafa verið sannkallaðar gleði- stundir. Við byrjuðum að taka und- ir á alvörutímum, þegar mest reið á að menn varðveittu öll þjóðleg verð- mæti. Það voru fyrst og fremst ætt- /arðorljóðin, sem þjóðin þurfti þá að syngja. Tilraunin tókst vel, og tímarnir okkar féllu í góðan jarð- veg. — Nú eru aðrir tímar. En einnig þeir eru alvarlegir, og hver veit hvenær þeir verða enn alvar- legri ? En við skulum vera bjartsýn og vona hið bezta. En höldum tryggð við allt þjóðlegt, og gleymum aldrei ættjarðarljóðunum. ,,Lát hljóma, svo þrái ég horfnar stundir, j svo hjart- að slái og taki undir!“ segir Einar Benédiktsson. Að síðustu þakka ég baðstofufólk- inu hér, bæði söngfólki og hljóðfæra- leikurum, fyrir snillarlega aðstoð undanfarin ár. Svo kveð ég ykkur öll“.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.