Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 7
ÚTVARPSTÍÐINDI 31 S önglagatext ar — Útvarpið 10. febrúar ÓLAFUR MAGNÚSSON frá Mos- felli hefur unnið sér miklar vinsæld- ir meðal útvarpshlustenda. 10. febrú- söng hann yndisfögur lög, sem var útvarpað úr dómkirkjunni, en Sig- urður fsólfsson lék undir. Hér fara á eftir erindin, sem hann söng, en þau eru ýmist þýdd eða frumort af Axel Guðmundssyni. NÚ HNÍGUR SÓL . .. (Dimitri Borlniansky). Nú hnígur sól að sævar barini, sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blóma livarini, blundar þögul fuglahjörð. I hljóðrar nætur ástar örmum , allir fá hvíld frá dagsins hörmum. Frumort: Axel Guðmundsson. ÞÖGUL SEM NÓTT. (Still wie die Náght. — Carl Bohm). :|: Þögul sem nótt. Hyldjúpt sem haf sé hjarta þíns ástarþrá. :|: Unnir þú mér, eins og ég þér? Aldrei ég hverf þér frá. Stöðug sem bjarg hamslaus og heit sé lijarta þíns ástarþrá. Þýlt: Axcl Gu&mundsson. „VIÐ FUNDUM HÆLI HÉR“. (Úr ,,Jocelyn“. — Benjamin Godard). (Vöggulag). Við fundum hæli hér af lierrans miklu náð, á landi, þegar hann hefur komizt á skipulagðan grundvöll, á almenning- ur eftir að kynnast jarðvegsfræðinni í reynd alls staðar þar, sem nytsam- ar jurtir vaxa“. og sameinuð í sorg af sömu kvölum þjáð hvíldum við hlið við hlið í húmi kaldrar nætur, og hrópuðum til lians. Ó! herra, barn jiitt grætur! Ó, sof þú, ljúfi sveinn, í ró, sorganna barn í örmuin mínum, því draumarnir þér færa fró, svo friður Iivílir yfir beði þínum. Sof, sof, þótt heldimm nótt sé hér, lieilög guðsmóðir líknar þér. Við fundum hæli liér af herrans miklu náð, hann einn er okkar skjól og eilíft hjálparráð. 1 gegnum skin og skúr og skugga harmanætur hrópum við til lians. Ó! herra, barn þitt grætur! Þýtt: Axel Guömundsson. „MARÍUBÆN“. (Intermezzo nr Cavalleria Rusticana). (P. Mascagni). Ileilög María! Himnanna drottning. Heilög María! öllum hið milda móður- skaut. Lofað sé nafn þitt, ljúfa móðir, gott er hjá þér í gleði og þraut. Ileyr þú, heilög mær, hrópin þinna barn Legg í hörmum líknarráð. Þerraðu tregatárin, tak mildri hönd um sárin. Guðsmóðir, gef oss náð. ó! gef oss þína náð! Við hrópum þjáð, — á hjálparráð. Ó! heyr oss, veit oss náð. Við hrópum þjáð, —- á hjálparráð. Kom heilög náð. Fruinort: Axel Guömundsson.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.