Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 8
ÚTVARPSTÍÐINDI 32 Páll kveður [Frh. af hls. 28]. Öll eru þessi lög lærð eftir eyra ein- göngu, og öll minnisfest áður en þér efnduð til keppni þessarar, flest íöngu áður. Frú Helgu hefur skilizt, að niður- stöður keppninnar mundu ekki mið- ast við lagafjöldann einan, heldur annað jafnframt. Það liggur í aug- um uppi, að öldruð kona og annrík, sem hvorki á né spilar á hljóðfæri, getur ekki keppt um lagafjölda við spilandi fólk og tónfrótt, sem hefur fengið 2—3 missera svigrúm til að kapplæra ný lög. I þessu sambandi vil ég geta þess, að kunnugt er mér um konu eina í þessari byggð alls cmenntaða um alla tóntækni, sem eftir keppni-tilkynninguna fór af miklum áhuga að skrifa upp lög þau, er hún kann; var komin hátt á fimmta hundrað (fyrir utan það, að hún kunni í lögum þessum milliradd- ir, svo hundruðum skipti), þegar hún frétti, að einn organisti héraðs- ins væri að príla sig upp eftir 2. „ÞÝTUR 1 SKÓGUM“. (Andanle cantabile úr Finnlandia). (Jean Sibelius). Þýtur í skógum höfugt harmalag. Himnanna faðir, gef oss nýjan dag. Lögð er í hlekki Finnlands frækna þjóð. Flýtur á vötnunum tár og hlóð. Lögð er í hlekki Finnlands frækna þjóð. Flýtur á vötnunum tár og blóð. Þýtur í skógum þúsund raddað lag. Þjóðin er risin upp við nýjan dag. Lofsöngur hljómar hátt við morgunský. Heilaga jörð, þú ert fædd á ný. Lofsöngur hljómar hátt við morgunský. Heilaga jörð, þú ert fædd á ný. Frumort: Axel fíufimundsson. þúsundinu, og hætti þá. Sjálfsagt er það miður farið, að fólk eins og þessi kona gefi sig frá keppninni. Hið stat- istiska gildi þessarar keppni-rann- sóknar minnkar, þegar keppendum fækkar. En auk þess virðist svo, að dæmalaus teksta- og lagakunnátta, söngnæmi og sönggleði þessarar söngfræðilega ómenntuðu alþýðu, beggja megin síðustu aldamóta, sé aðal-,,ævintýrið“, sem segja þurfi. Með þann skilning í huga hefur frú Helga ekki viljað „safnast til“ þeirra er „hættu“. Sennilega leiðir kunnáttukeppni þessi margt skemmtilegt og gagnlegt í ljós. Með virðingu. FriSrik A. Friðriksson“. Þannig hljóða bréfkaflarnir. Þetta er allt rétt og satt, og bregð- ur góðu ljósi yfir erfiða aðstöðu fólks á Islandi allt til þessa, til að læra og nema það, sem því var má- ske hjartfólgnast. En hins vegar get- ur maður dáðst að því, að frú Helga og aðrir, sem líkt er ástatt um, skili listum með mörg hundruð lögum. Miklar þakkir tjái ég henni, svo og öðrum, sem líkt hefur verið ástatt um, fyrir að hafa tekið þátt í sam- keppninni. Utkoman sýnir einmitt bezt „dæmalausa texta- og lagakunn- áttu, söngnæmi og sönggleði þessar- ar söngfræðilega ómenntuðu alþýðu, beggja megin síðustu aldamóta“, eins og prófasturinn kemst að orði. Og þetta er ævintýri. Þetta kunnum við öll að meta að verðleikum, og einmitt þess vegna hef ég tekið mér bessa- leyfi og lesið þetta ágæta bréf séra Friðriks, sem ég þakka honum hér með. — Frli. á hls. 38.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.