Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 4
28 ÚTVARPSTÍÐINDI þessari samkeppni, og fyrirspurnun- um rigndi yfir okkur. Loks fóru list- arnir að berast, og komu í okkar hendur alls 30 listar. Sjö sendu lista með þúsund lögum og þar yfir. — Hæstir voru tveir listar, með 1300 hvor, og á lægsta listanum voru 309 lög. Vil ég nú nefna nöfn þeirra, sem sendu 1000 iög og þar yfir: 1. Björg Björnsdóttir, Lóni, Keldu- hverfi, Norður-Þingeyjarsýslu, 1.300. 2. Friðrik Hjartar, skólastjóri, Akranesi, 1.300. 3. Ragnar Helgason, Valþjófsstað, Norður-Þingeyjarsýslu, 1.145. 4. Estrid Falberg-Brekkan, Selja- vegi 29, Rvík, 1.010. 5. Sólveig Stefánsdóttir, Vogum, Suður-Þingeyjarsýslu, 1.000. 6. Sólveig Halblaub, Dalvík, Eyja- fjarðarsýslu, 1.000. 7. Ingólfur Sigurgeirsson, Vallholti Suður-Þingeyjarsýslu, 1.000. Mörgum listunum fylgdu skemmti- leg bréf, og sögðust margir kunna fleiri lög en upp væru talin, og þykir mér það mjög sennilegt. Sumir kviðu prófinu, sumir bjuggust við, að ég myndi heimsækja hvern einasta keppanda og prófa hann heima. — Margt elskulegt kom fram í bréfun- um. — Emilía Friðriksdóttir, Hall- dórsstöðum í Þingeyjarsýslu, skrif- ar: ... ,,ég hef rifjað upp þau lög, sem ég álít, að ég kunni. Þó að ég geri ráð fyrir, að ég vinni ekki neitt með þessu, hef ég gaman af að láta yður sjá, hvað við alþýðukonurnar getum á þessu sviði“. Anna Benediktsdóttir, Köldukinn, Þingeyjarsýslu, sem sendi á níunda hundrað lög, skrifar:.......nú er ég að hugsa um að senda þetta lagasafn mitt, þó ég viti, að það hefur ekki mikla þýðingu fyrir mig ... Ég er nærri sjötíu og tveggja ára, og hef aldrei átt heima þar, sem hljóðfæri hefur verið, en notað mér að læra þessi lög af hinum og þessum, sem ég hef hitt á lífsleiðinni". Jónas Tryggvason, Finnstungu, Húnavatnssýslu, sem sendi mikinn fjölda laga, skrifar: ... „Þegar þér á sínum tíma efnduð til sönglaga- samkeppninnar, varð það til þess, að ég fór að skrifa upp þau lög, sem ég kunni, án þess þó, að ég hefði í huga að taka þátt í samkeppninni; fyrst og fremst gerði ég þetta að gamni mínu, og það er skemmst frá að segja, að ég hef haft óblanclna á- nægju af því . . . Lagakunnátta mín er öll eftir eyranu, og þótt ég hafi mikla ánægju af Ijóðum, þá hef ég þó enn meira yndi af tónlistinni". Þá vil ég leyfa mér að birta hér kafla úr bréfi, sem Friðrik A. Frið- riksson prófastur á Húsavík sendi mér, og fylgdi sönglagalista frú Helgu Þorgrímsdóttur frá Hlöðum. — Vona ég, að prófasturinn og frú Helga taki mér það ekki illa upp, en margt er réttilega athugað í bréf- kafla þessum. ... ,,Á barnsaldri var hún (frú Helga) samtíða frænda sínum ein- um, sem var tónglöggur og eitthvað tónfróður, svo að hann gat spilað lög fyrir á fiðlu, og var mjög ná- kvæmui’ um meðferð þeirra. Hins- vegar hefur frú Helga aldrei lært að spila né þekkja nótur, né hefur hún átt eða haft hljóðfæri á heimili sínu. Frh. á bls. 32.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.