Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 03.02.1947, Blaðsíða 14
38 ÚTVARPSTÍÐINDI UM DANSLÖGIN. Grunnvíkingur skrifar: „Það eru sér- staklega danslögin, sem ég œtla að finna að. Ég hef, því miður, ekki ánægju af djassmússík. Ég hlustaði s. 1. laugardag á danslög í útvarpinu, það kom aðeins eitt harmonikulag, og útvarpið hefði átt að hiðja hlustendur sína afsökunar á því, að það skyldi slæðast með af einhverj- um mistökum, því að það koma í mesta lagi 5- 8 liarmonikulög, þegar bezt tæt- ur. — Það er eina skemmtunin hjá okk- ur hérna í sveitinni, að hlusta á útvarp, og við hlökkum alltaf til danslaganna, en þá eru ]>au svona. Ég veit, að það er svona víða í sveitum landsins, fólk, sem vill heldur liarmonikumússík heldur en djass. l’að er fólk í kaupstöðum, sem vill heldur djass ,en það getur valið úr, farið í kvikmyndahús eða dansleiki, og hlustar því lítið á útvarp. — Ég spyr: Mætti ekki jafna því þannig, að hafa lögin livert með öðru ,en ekki alltaf djass? Svo væri mjög gaman, ef væri leikið meira af gamanleikjum í útvarpið. Hreppstjórinn á Hraunhamri var ágætt. Svo væri gaman að heyra meira í Ilögna Jónmundar. Hann er ágætur. Páll kveður [Frh. af hls. 28]. En samkeppnin var miðuð við lagafjölda, og skýrt tekið fram, oft- ar en einu sinni, að tónlistarmenn k?emu ekki til greina við samkeppn- ina, en hins vegar allir aðrir, hvort sem þeir lékju á eitthvert hljóðfæri eða ekki. En það gefur að skilja, að aðstaða þeirra, sem á hljóðfæri leika, hlaut að vera betri en hinna, og satt að segja hafði mér varla komið til hug- ar, að fólk, sem ekki leikur á hljóð- færi, kynni slíkan aragrúa af lögum, sem raun ber vitni. Hinsvegar hefði verið með öllu útilokað að bægja öll- um þeim mikla fjölda frá slíkri sam- keppni, sem þessari, sem á hljóðfæri leika, en teljast þó engan veginn til tónlistarmanna. Vona ég, að allir skilji þetta. Eitt handrit barst okkur, sem ég vil fara nokkrum orðum um, en það var listi eða skrá sú hin merkilega, sem Steindór Björnsson, efnisvörð- ur, Sölvholtsgötu 10 í Reykjavík, sendi. Listinn sýndi 900 lög, en frá- gangurinn var með því snilldar- bragði, að ég get ekki annað en minnzt þess hér og þakkað Steindóri fyrir snilldina á handritinu. — En ég þakka ÖLLUM, sem sendu lista og lögðu á sig mikla vinnu, ekki sízt þeim, sem erfiðasta aðstöðu höfðu. Ég vona, að allir hafi haft nokkra gleði og ánægju af því sjálfir, og eru það þá nokkur laun fyrir fyrir- höfnina. Nú spyrja menn hvernig prófað hafi verið, því bæði þekki ég landa mína vel að því að vera æði tor- tryggnir, og svo gæti það líka verið fróðlegt að vita um aðferðina. Hún var einföld. Við ákváðum að prófa fyrst þá, sem hæstir voru, en það voru þau Björg Björnsdóttir frá Lóni í Keldu- hverfi og Friörik Hjartar skólastjóri á Akranesi. — Ef þau tvö stæðust prófið, þurfti ekki framar vitnanna við, að okkar áliti. Var nú Friðrik Hjartar beðinn að koma til Reykjavíkur, hvað hann fúslega gerði, og examineraður eins og unnt var, og lagðar fyrir hann hinar verstu þrautir, og stóðst hann þær svo að segja allar. Mun hann varla hafa séð hann svartari öðru

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.