Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Blaðsíða 6
414
ÚTVARPSTtÐINDI
„tekniskt ómögulegar". Ég hef ekki
minnstu hugmynd um, hvað hér er
átt við, og aðalmagnaravörður hefur
heldur ekki getað upplýst mig um
það, og er hér annaðhvort um hrein-
an misskilning að ræða eða þetta er
önnur skáldsagan til.
1 grein sinni um villigötur mínar
minnist þulurinn á 100.000—200.000
króna reisukostnað í sambandi við
teikningar útvarpshússins. 1 sam-
bandi við það get ég upplýst, að
vera mín þann rúmlega mánaðar-
tíma, er ég dvaldist vestan hafs við
undirbúning þessa máls, kostaði alls
um þrítugasta hluta þess, sem þulur-
inn tilgreinir, og farmiði fram og
aftur álíka upphæð.
Þá er meðal annars deilt á mig
fyrir að sjást sjaldan í magnarasal.
Það er varla furða, þótt mér sé hætt
við að lenda á villigötum í heimi
Péturs Péturssonar, þegar hann tel-
ur mig nærri aldrei koma í magnara-
sal og ekki fylgjast með störfum þar,
en samtímis telur hann migí vera sér
þar til tálmunar í hvívetna. Hann
kveður þörf „framsækinna manna,
sem ekki vilja láta okkar hlut verða
minni en annara“, en samtímis á-
telur hann undirbúning að byggingu
sérstaks útvarpshúss, svo og kaup á
fyrsta flokks fiðlu, sem mér er að
vísu algerlega ókunnugt um, enda
hefur mér hingað til ekki verið falið
að kaupa fiðlur eða annast yfir-
færslur o. fl.
Ekki vakti það árásarefni síður
furðu mína, að ég skyldi hafa gerzt
svo djarfur að láta lesendur Útvarps-
tíðinda vita um, að sem stendur væri
talsverð hætta á alvarlegum rekstr-
artruflunum á útvarpsstöðinni, sem
nú er rekin með útslitnum raftaug-
um og án varalampa í síðasta stigi
senditækjanna.
Óþarfi er fyrir þulinn að hafa
áhyggjur af því, að 18.000 króna
innflutningsleyfi fyrir stálvírstækj-
um verði látið ónotað, ef einnig fæst
gjaldeyrisleyfi og gjaldeyrir. Hafa
bæði talsverðar stálvírsbirgðir og 2
stálvírstæki verið pöntuð fyrir löngu,
þótt ekki sé allt komið ennþá.
Af þeim deilum, sem ég hef hér
átt í við Pétur Pétursson, kynnu les-
endur að ætla, að á undan hefði farið
hörð orðasenna á vinnustað, en svo
er þó ekki, og man ég ekki eftir, að
neitt styggðaryrði eða jafnvel nein-
ar rökræður hafi farið þar okkar á
milli, og er mér því enn óskiljanlegri
framkoma Péturs Péturssonar, eink-
um í síðustu grein hans.
Að lokum vildi ég beina fáeinum
orðum til lesenda vegna þeirrar ó-
vildar til fyrirhugaðs útvarpshúss,
sem af ýmsum hefur verið reynt að
ala á.
Hugmyndin um sérstakt útvarps-
hús, sem rúmaði alla starfsemi í
sambandi við útvarpið, þar á meðal
viðtækjaverzlun, viðgerðarstofu og
viðtækjasmiðju, hefur komið fram
fyrir löngu. Með örri þróun og vax-
andi verkefnum hefur starfsemin
hvað eftir annað sprengt húsnæðið
utan af sér, og er nú verið að undir-
búa flutning einnar deildarinnar í
áttunda staðinn í bænum. — Samt
verða þrengslin í sumum deildum
lítt þolandi. Slíkur tvístringur og
þrengsli standa stofnuninni mjög
fyrir þrifum.
í lok stríðsins áttu landsmenn mik-
ið fé og gjaldeyri og nýsköpunarhug-
ur var mikill með þjóðinni, og hlaut
hann einnig að koma við hjá út-