Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Blaðsíða 15
ÚT V ARPSTÍ ÐINDI
423
LÖG OG LÉTT HJAL.
J. J. skrifar: „Það gladdi raig mjög
þegar tilkynnt var í útvarpinu, að þátt-
urinn „Lög og létt hjal“ yrði endurvak-
inn. Sagt var, að Friðrik Sigurbjörnsson
stúdent og fleiri myndu sjá um þáttinn.
Ég hafði séð nafn Friðriks nokkrum
sinnum og gert mér liugmynd um, að
hann væri liugmyndaríkur og djarfur
ungur stúdent, enda hlakkaði ég til þátt-
arins. En frómt frá að segja varð ég
fyrir miklum vonbrigðum. Þátturinn var
lélegur, jafnvel óboðlegur, og er þá mik-
ið sagt. Hvíslið var versti kafli þáttarins.
Hvísl getur verið gott í útvarpi, en það
verður þó að heyrast. En þetta hvísl
heyrðist ekki, og kom því ekki að gagni.
Maður gat ekki einu sinni ráðið í, hvað
um væri að vera. Það hefði nægt, hefði
maður heyrt einstaka orð, en maður
heyrði ekki neitt, og skal ég þó taka
fram, að ég hef gott útvarpstæki. Ég vil
þó ekki, að útvarpsráð taki orð mín
þannig, að ég vilji ekki að þessi hópur
sjái oftar um þáttnin. Upphafið getur
mistekzit, en framhaldið getur tekizt bet-
ur — og ég vil, að þetta unga fólk fái að
reyna betur“.
NÁTTÚRUFRÆÐIÞATTURINN.
Steindór skrifar: „Ég hygg, að nátt-
úrufræðiþáttur Ástvaldar Eydals geti orð-
ið góður. Fyrsti þátturinn var mjög fróð-
legur, og hef ég hugsað mér að senda
Ástvaldi nokkrar spurningar. En hann
flytur illa. Hann er svo flámæltur, og
það lætur ákaflega illa í eyrum. Það læt-
ur svo illa í eyrum, að það eyðileggur
ágætt efni, þó að ótrúlegt sé. En svona
erum við íslendingar. Þegar tungunni er
misþyrmt, þá rísum við upp öskureiðir“.
Ný skáldsaga eftir
Vilhj. S. Vilhjálmsson:
Krókalda
Það mun vera algert einsdæini, að
byrjandaverk nokkurs skálds hafi
selzt eins vel og náð eins miklum
vinsældum og fyrsta skáldsaga Vil-
hjálms S. Vilhjálmssonar, „Brimar
við bölklett“, sem út kom árið 1945.
Upplagið að sögunni var stórt, og
það seldist svo að segja upp á tveim-
ur mánuðum. Forlagið á þó enn
nokkur eintök, sem ekki eru á
markaðinum.
Nú hefur Vilhjálmur skrifað fram-
hald af sögu sinni „Brimar við böl-
klett“, og nefnirhann söguna „Krók-
alda“. Hún fjallar um líkt efni og
fyrri saga hans, en hann mun skrifa
eina sögu til viðbótar um þetta efni.
Öll munu bindin fjalla um upphaf
verkalýðshreyfingarinnar í litlu
sjávarþorpi, ósigrum liennar og sigr-
um, en byggja fyrst og fremst á
þeirri þróun, sem gerzt hefur í ís-
lenzku þjóðlífi síðastliðin fjörutíu ár.
Hin nýja saga Vilhjálms er talin af
þeim, sem hana hafa lesið, enn betri
og styrkari en fyrri saga hans, og
hlaut lmn þó ákaflega góða dóma.
í þessari sögu er lýst hvernig hatr-
ið eyðir mannssálinni og dregur úr
sigri hins góða. — Munu lesendur
kynnast alveg nýjum viðhorfum við
lestur sögunnar, en allt mun verkið,
þegar tímar líða, verða talið klass-
iskt að því leyti, að það lýsir betur
viðburðaríku tímabili í íslenzku
þjóðlífi en nokkur annar rithöfund-
ur hefur lýst.
KRÓKALDA kemur út innan fárra
daga. — Skrifið til
Helgafells
Garöastræti 17.
„KRÓKALDA“ mun kosta um 35
krónur. Yður mun verða send hún
gegn póstkröfu þegar í stað.