Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Blaðsíða 17

Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Blaðsíða 17
ÚTVARPSTfÐINDI 425 Dregið verður í tólfa flokki 10. des- eraber. — Fjöldi stórra vinninga. Hæsti vinningur 75 þúsund krónur. Dragið ekki að endurnýja. Happdrœtti Háshóla Islands draugagangur, sem ekki var þá annað en meinlaus grammafónplata. Það er þetta, sem herra Jónas Þorbergsson og nokkrir menn aðrir eru að vinna að núna með upptöku radda merkra manna. Ekki til að gera fólk myrkfælið, því nú eru menn hættir að trúa á drauga, sem betur fer. Oft hef óg óskað þess, að pró- fessor Haraldur Nielsson hefði lifað það að gcta flutt sínar ræður í útvarp. Ég á það að þakka góðum vini, að ég fór í kirkju til lierra H. N. fyrri veturinn minn í Kennaraskólanum. Eftir það fór ég í kirkju til hans i hvert skipti, sem hann messaði og mun alltaf minnast hans með þakklæti. Þar var maðurl sem talaði af sannfæringu, talaði frá hjart- anu. Mig hefur oft undrað það, hve sumir rithöfundar hafa skrifað kuldalega um útvarpsmessurnar. Ég held að þeir gleymi gamla fólkinu, sein ekkert kemst að heiman, fyrir laslcika, getur ef til vill ekki lesið fyrir sjóndepru og fáir koma til. Þessu fólki hljóta útvarpsmess- urnar að vera mikils virði, hvað sem er um okkur hina. 1 12. tbl. Útvarpstíðinda 1947, skrifar herra Baldvin Jónsson, Lundabrekku, í „Raddir hlustenda," og ræðst þar all- harkalega, meðal annars, á þjóðsönginn: „Ó, guð vors lands,“ sem Ríkisútvarpið endar dagskrá sína á, á hverju kvöldi. Telur herra B. J. þjóðsönginn of hátíð- legan til þess að fara með hann á hverju hvöldi. Þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur til veru 1923, þá lék Lúðra- sveit Reykjavíkur á Austurvelli, á sunnu- dögum, þegar gott var veður. Þangað safnaðist múgur og margmenni til að lilusta og sýna sig og sjá aðra. Lúðra- sveitin endaði ætið á þjóðsöngnum og þá var siður að allir karlar tækju ofan, og fannst mér ég sjá lotningu í hvers manns svip við að heyra þjóðsönginn leikinn. Síðan eru liðin rúmlega 23 ár. svo á þessum árum, að það geti ekki En ég held að fólkið hafi ekki breyzt hlustið á þjóðsönginn á hverju kvöldi, einmitt sem kvöldbæn útvarpsins. Og mín skoöun er sú, aö ef færi frara at-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.