Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Blaðsíða 19

Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Blaðsíða 19
ÚTVARPSTIÐINDI 427 JJíanádúrd hennar frú Packletides Eftir ,,Saki“ (H. H. Munro) ÞaS var ætlun og tilhlökkunarefni frú Packletides að fá skotið tígris- dýr. Ekki þó af því, að drápsgirni hefði skyndilega gripið hana, né að hún héldi, að Indland yrði við það öruggara og heilnæmara, að óarga- dýr á hverja miljón íbúa yrðu brota- brotinu færri. Það, sem fyrst og fremst knúði hana til þess að leggja lykkju á leið sína og feta í fótspor veiðimannsins, var, að Loona Bim- berton hafði nýlega farið ellefu míl- ur í flugvél með serkneskum flug- manni og síðan ekki um annað talað. Eina von frú Peckletide, að jafnast á við hana, var að skjóta tígrisdýr og fá svo blöðin til að birta nægi- lega margar myndir af sér í því til- efni. Hún hafði þegar gert sér í hugarlund hádegisverðarboðið, sem hún mundi hafa inni á heimili sínu í Curzonstræti, að því er bezt yrði séð í heiðursskyni við Loonu Bimber- ton, þótt svo mundi fara, að tígris- dýrsfeldur drægi að sér mestalla at- hygli gestanna og yrði eina umræðu- efnið. Hún sá líka í anda brjóstnæl- una úr tígrisdýrsklónum, sem hún ætlaði að gefa Loonu Bimberton á næsta afmælisdegi hennar. Frú Packletide var undantekning, í heimi, sem helzt er talinn stjórnast af hungri og ást. Gerðir hennar og hvatir áttu aðallega rót sína að rekja til óbeitar hennar á Loonu Bimberton. Kringumstæðurnar reyndust hag- kvæmar. Frú Packletide hafði heitið þúsund rupees þeim, sem gæfi henni færi á að skjóta tígrisdýr, án veru- legrar áhættu eða áreynslu, og svo heppilega hittist á, að þorp eitt í grendinni gat stært sig af því að vera uppáhaldsviðkomustaður gamal- frægs dýrs, sem sökum sívaxandi hrumleika hafði orðið að hætta villi- dýraveiðum og varð nú að gera sig ánægt með hin smávaxnari húsdýr. Tilhugsunin um að klófesta þúsund rupees örvaði veiðihvöt og verzlunar- anda þorpsbúa. Börn voru höfð á varðbergi dag og nótt í útjaðri frum- skógarins til þess að beina tígris- dýrinu til baka, ef svo ólíklega vildi til, að því dytti í hug að leita nýrra veiðisvæða, og geitur af ófélegra tæinu voru skildar eftir hér og þar á bersvæði af miklu kæruleysi til að draga að sér athygli dýrsins. Áhyggjufyllstir voru þó þorpsbúar út af því, að tígurinn kynni að deyja úr elli, áður en sá dagur rynni upp, að útlenda frúin fengi að reyna skot- fimi sína. Mæðurnar, sem báru börn sín heim gegnum frumskóginn, að loknu dagsverki á ökrunum, voguðu ekki að raula nema í hálfum hljóð- um, af ótta við að vekja hinn virðu-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.