Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Blaðsíða 7
ÚTVAKPSTÍÐINDI 415 varpinu, og vekja á ný umhugsun um fleiri endurvarpsstöðvar, tvö- falda dagskrá, útvarp á stuttbylgj- um, tíðnimótun, sjónvarp og svo framvegis. Það var þá, að mönnum fyrir alvöru datt í hug, að leysa nú með einu átaki úr húsnæðismálum stofnunarinnar um langa framtíð. Lá þá eðlilega fyrst fyrir að tryggja góða lóð, láta gera teikningar að fyrirhugaðri byggingu, og ekki sízt að undirbúa fjáröflun til hennar. íslenzkir húsameistarar og verk- fræðingar voru þá mjög önnum kafn- ir, og margt í þessu nýtt fyrir þeim. Þótt allir, sem að málinu stóðu, hefðu helzt kosið, að íslenzkir menn önn- uðust teikningar og útreikninga hússins, þá varð sú skoðun ofan á, að ekki yrði unnt að fá það gert hér á landi, af svo sérstæðu húsi, nema á mjög löngum tíma og með miklu meiri lcostnaði. Var viðbúið, að ís- lenzkum húsameisturum mundi sárna mjög þessi ákvörðun, en félag þeirra hefur sýnt víðsýni og velvild til málsins með því að viðurkenna op- inberlega sérstöðu þessarar bygg- ingar í því efni. Á þeim tíma var stríðinu ekki lok- ið að fullu og lítið samband við hin Norðurlöndin, og varð því eðlilega leitað um slíkar'teikningar til Amer- íku. Komst ríkisútvarpið í samband við einn þekktast húsameistara vest- an hafs, sem hafði þá nýlokið við teikningar af nýtízku útvarpshúsi fyrir Columbia-félagið, og bauðst hann til að gera teikningar og út- reikninga í samvinnu við ýmsa sér- fræðinga gegn greiðslu, sem þótti mjög sanngjörn. — Fyrir að gera venjulegar húsateikningar átti hann að fá 5.000 dollara eða um 33.000 krónur, en það svarar til 75 aura á hvern teningsmetra hússins. — Fyrir vinnu verkfræðinga og annara sér- fræðinga við margbrotna útreikn- inga og vinnuteikningar af steypu- styrktarjárnum, hreinlætis- og hita- lögn, loftræstingu, rafmagnslögn og Ijósakerfi, símalögn, radíólögn, gjall- arhornalögn, hljóðeinangrun og hljómkasti, svo og vali á efni og vinnuteikningar af ýmsum smáat- riðum, átti að greiða um 40.000 doll- ara. Þó að þessar greiðslur virðist háar, eru þær mun lægri en gjald- skrár húsameistara og verkfræðinga hér og í nágrannalöndunum gera ráð fyrir, fyrir svo mikil og kostnaðar- söm verk. Þó að byggingin sé stór, grunar mig, að margir okkar muni lifa það, að hún þyki of lítil. Ríkisútvarpið á nú í byggingar- sjóði það fé, sem talið er nægja til þess að koma húsinu undir þak. Ef maður hugleiðir, hve miklu fé ein- stakir menn hafa að undanförnu varið til bygginga yfir sig eða ein- stök fyrirtæki, sem tiltölulega fáir hafa not af, þarf manni þá að of- bjóða, þótt 33.000 útvarpsheimili geti í góðæri byggt með aðeins 40 króna framlagi á ári sæmilegt hús yfir þessa starfsemi, sem er þeim til mikils menningarauka og skemmtun- ar, svo að hún geti þróazt áfram með eðlilegu móti, hér eins og í öðr- um löndum? Reykjavík, 28. olct. 1947. G. Briem.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.