Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Blaðsíða 8
m ÚTVARPSTIÐINDI Gisli J. Ástþórsson: Músik Gisli J. Ástþórsson blaðamaður mun flytja við og við þáttinn „Heyrt og séð“. Gísli er sonur Ástþórs Matthíassonar í Vestmannaeyjum. Hann er fœddur 5. apríl 1923. Hann lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Reykjavíkur og fór síðan til Bandaríkjanna og nam þar blaða- mennsku., og lauk prófi þaðan árið 1945. Gísli er blaðamaður við Morgunblaðið. Hér birtist fyrsta erindi hans: Músík Reykjavíkur. ÉG ÆTLA að rabba örlítið um Reykjavík í kvöld. Eins og þulurinn sagði rétt í þessu, heitir þessi þáttur Heyrt og séð ... og það, sem hægt er að sjá og heyra í blessaðri Reykja- víkinni, er hreint ekki svo fátt. — Sannleikurinn er sá, að höfuðborgin er orðin stórborg, og í henni má finna allar blessanir og bölvanir stórborgarinnar ... og sjálfsagt einn eða tvo hluti til viðbótar. Reykjavík er orðin stórborg í þeirri merkingu þess orðs, að í henni býr meir en þriðjungur allrar ís- lenzku þjóðarinnar. Hún telst líka til stórborga, af því að hún er „kom- in á kortið“, ef svo mætti orða það. Fólkið í Bandaríkjunum og Bret- landi og Rússlandi er farið að kann- ast við hana, líkt og Hiroshima, sem atomsprengjunni var varpað á. Og eins og Hiroshima „komst hún á kortið“ í stríðinu. Reykjavík er með öðrum orðum orðin eitthvað allt annað og meira en hús og garðar og girðingar og misjafnlega góðar götur. Hún er in höfuðborg þjóðar, sem er virkur meðlimur í bandalagi Sameinuðu þjóðanna. Hún er orðin leiðarendi sendimanna erlendra ríkisstjórna, hún er orðin borgin, sem svörtu strikin liggja yfir, þegar blöðin er- lendis sýna lesendum sínum alþjóða- flugleiðir eða flókin hernaðarkerfi. ... Reykjavík er miðpunkturinn í þjóðlífi okkar — borgin, sem allir íslenzkir vegir liggja til. Nú veit ég það, að sumir hlust- enda minna eru ekki meir en svo ánægðir með, að borgin hérna sunn- anlands skuli vera orðin jafnmikil stórborg og ég vil vera láta. Sann- leikurinn er sá, að margir eru þeirr- ar skoðunar, að vöxtur og veldi Reykjavíkur sé orðið langtum qf

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.