Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 5
ÚTVARPSTÍÐINDI 29 Hlustendur taka til máls „Hvenær á~ fólkið að hugsa”? HELGl HJÖRVAR tók upp þann ágæta sið í byrjun desembermánaðar að lesa á kvöldvöku kafla úr bréfi, sem útvarpsráði hafði borist. Var það frá ónefndri konu og kallaði hann það samkvæmt efni þess: „Hvenær á þjóð- in að hugsa?“ Af tilefni þessa lesturs bárust svo útvarpinu allmörg bréf sem svar við þessu og tók Hjörvar út- drátt úr þeim og las síðan á kvöld- vökum. Þetta er gott uppátæki og mætti skrifstofustjórinn gjarna halda því áfram að taka útrætti úr bréfum, sem útvarpsráði berast frá hlustend- um og lesa þau í útvarpinu. Fólk hlustar vel þegar slíkt er flutt. Það mun Hjörvar áreiðanlega hafa komist að raun um nú. Eitt sinn voru ýms bréf til útvarpsins frá hlustendum les- in í þættinum um daginn og veginn, en því var hætt og var það miður. Þá voru og lesnir bréfkaflar í útvarps- þættinum, sem eitt sinn var fluttur varpsins til íslendinga erlendis. Lengi hefur verið rætt um nauðsyn þess að koma á stuttbylgjuútvarpi, enda er það ekki vansalaust, að við skulum ekki hafa haft neina fréttaþjónustu fyrir Islendinga, sem dvelja erlendis. Nú er þetta útvarp að hefjast undir stjórn Jóns Magnússonar, fréttastjóra. Verður að vænta þess að þessi tilraun takist vel og verði okkur til sóma. á sunnudagsmorgnum, en það lagð- ist að sjálfsögðu niður um leið og þátturinn hætti. Var mikil eftirsjá í þeim þætti. Otvarpstíðindi birta nú þá bréf- kafla, sem Helgi Hjörvar las á kvöld- vökunum og gera þau það vegna all- margra áskorana. Eru bréfin birt í sömu röð og Hjörvar las þau. Hvenær á þjóðin að hugsa?........ Bréf til útvarpsins frá ónefndri konu. Mikið hefur mig langað til þess undanfarið að tala við einhvern um útvarpið. Einhvern, sem hefði mikið vit á þeim málum, vilja til að hlusta á hlustendur örlitla stund og þá að- stöðu til að laga eitthvað í þeim efnum. Ekki deila menn víst um það, að útvarpið sé mikið og dásamlegt fræðslu- og skemmtitæki. Hitt er svo annað mál, hvernig gengur að ná þeim lofsverða tilgangi að fræða og skemmta, eða hversu sú þörf er brýn, þar sem nú er orðið svo mikið um fræðslu og skemmtanir. Undanfarin 2—3 ár hef ég reynt að veita því athygli, hvað fólk helzt hlustar á, og hvað það myndi af því, sem flutt er í útvarpið. Niðurstaðan er sú, að menn hlusti mikið, heyri lítið og muni þaðan af minna.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.