Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 15
ÚT V ARPSTÍÐINDI 39 Ég hefði gjarnan viljað vera með. Hann vissi ekkert um þetta í morgun, er við hittumst. Við röltum niður að höfn og hann fór um borð í Hamar, svo kom hann óður og uppvægur og hafði ráðið sig“. Það er gremja í rómi Stígs. „Hann ákvað alltaf allt undir eins. Hann hugs- aði sig aldrei um. Hann -var líka búinn að vera svo órór lengi, alveg eins og hann væri alltaf á nálum“. Hann hefur víst verið orðinn leiður á Bjarghildi. Hún er bölvað skass“. Það er hrisingur í rödd Haralds. „Hún tók hann bara upp í fæðið“. Haraldur hlær. „Það er nú ekki alveg rétt. Maður á ekki að vera með neina lygi. Þið vitið alveg eins vel og ég hvernig það var“. „Ég þekkti það svo lítið“, segir Frið- rik, „ég kom svo seint suður“. „Frissi er sonur Hannesar reiðara á Vesturgötunni. Frissi var svo óreglu- samur og karlinn barði hann, og Frissi stökk svo að heiman. Hann fór í sigling- ar og var lengi burtu, svo kom hann í haust með fullt veskið af peningum og ég kynntist honum í Skugga-kaffi. Við vorum þar alltaf og hann spanderaði á okkur alla. Hann svaf á Hverfisgötunni, en hafði hvergi herbergi. Svo þegar pen- ingarnir voru búnir, gat hann hvergi fengið inni. Hann svaf stundum í tröpp- unum á Laugavegi 18, og kom svo um leið og opnað var í Sgugga-kaffi. Mar- teinn gaf honum þá alltaf eitthvað. Hann var orðinn grár í lús“. „Bölvaður slóðinn", segir Haraldur, „svona menn skoppa eins og korktappar í sjó“. „Það veit ég nú ekki. Þeir eru þó ekki neinir helvítis þrælar. Frissi var hugað- ur og hann var alltaf með þeim, sem voru minnimáttar. Síðustu aurarnir fóru til þess að borga á Landakot fyrir leg- una hans Þorgríms". „Já, þannig komst hann í kunnings- skap við Bjarghildi“. Þeir setjast allir þrír utan í vitann. Þá langar ekki heim. Þeir hafa fengið kærkomið umræðuefni. Stígur þreifar undir yl sér og lagar pappaspjald, sem er fyrir gati á skó hans. „Hann var farinn að vera með RE 13. Hún var líka í Skugga-kaffi í haust og þangað til hún fór á spítalann. Hann og hún voru samrýnd. Hún átti líka hvérgi heima. Þaú sváfu víst stundum í bátun- um þarna vestur frá. Ég man alltaf fyrst, þegar þau hittust. — Það var ný- búið að setja sag á steingólfið í Skugga- kaffi. Við Frissi sátum saman og drukk- um molakaffi. Hann var að lofa mér. að heyra síðasta kvæðið sitt. Það var kvæð- ið um marflærnar, sem kom út í blað- inu undirritað Frk. Hannesson og út úr því varð fröken gamla Hannesson alveg æf og gaf út yfirlýsingu um að hún hefði alls ekki ort kvæðið. —- Jæja, þá kom RE 13 inn. Hún var falleg, en föl, eins og hvítur snjór, augun dimmblá og hlý, hendurnar hvítar og nettar, og hárið jarpt. En hvít kápan hennar var orðin skítug. Frissi horfði steinþegjandi á hana, en ég hnippti í hann. Þá leit hann spyrjandi á mig. Ég sagði: „Hún er — þú veizt“. Þá kinkaði hann kolli alvarlega til hennar, þar sem hún sat ein, og sagði: „Viltu kaffi?“ Og hún stóð strax upp og kom. Þau fóru saman út, niður á Hverfisgötu. En ég sat kyrr og beið. Svo komu þau aftur eftir dálitla stund. Nú var hún rjóð og heit. Ég fann, að þau voru örðnir vinir. Þau settust hjá mér. Hann spennti greipar og leit í kringum sig, en hún hneppti frá sér kápunni, og þá sá ég að

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.