Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 26.01.1948, Blaðsíða 6
30 ÚTVARPSTÍÐINDI Oft er kvartað um að útvarpið sé leiðinlegt. Samt er það látið ganga og garga í tíma og ótíma. Mér virðist útvarpið ekki leiðinlegt. Þar er sem oftast flutt mikið og gott efni, — flutn- ingur oft með ágætum, en fólkið vill ekki hlusta. Það er mett af bóklær- dómi, lestri og skemmtunum og þolir ekki meira af öllu þessu í bili. Það er andlegt ofát í þjóðinni, og sumir segja að ofát læknist ekki með því að eta bara meira og meira. Leiðindin, sem kvartað er um, eru aðeins ofnotkun á útvarpinu. Dagskrá þess mun vera 8 tímar á dag. Stund- um miklu meira. Meiri kvölin að hafa þetta í eyrunum allan daginn. Er ekki svo um alla góða hluti í þessum heimi, að séu þeir ofnotaðir, verða þeir að kvöl. Sé fólkið látið eta góðan mat dag eftir dag og alltaf skipað að eta meira og meira, fá menn ógeð á slíku. Þann- ig er um bækur, sönglist og jafnvel sólina sjálfa. Þér svarið auðvitað strax, að það eigi hlustendur við sjálfa sig, hvenær þeir hafi útvarpið opið, og geti þeir þannig skammtað sér sjálfir þessa andlegu fræðslu. Þarna kemur einmitt stóra vandamálið E .ft. d. eru 2—3 tæki í dálitlu timburhúsi, þá heyrist svo í hverju tæki um allt húsið, að ekki er leið að losna við að heyra, þó að einhver skrúfi fyrir sitt tæki og ætli ekki að hlusta. Virðist mjög algengt að fólk hafi tælci sín í fullum gangi allan tímann sem nokkuð er i útvarpið flutt. Skemmtilegast útvarpsefni þykir mér: leikrit, einsöngur, upplestur ljóða og úrvalssagna. Mér virtist svo, t. d. síðastliðinn vetur, að leikritin væru helzt lélegasti þáttur útvarpsins. Einhvern veginn er það svo, að Ijót leikrit eða ldúr fara svo fjarska illa í útvarpi. Það er óhugnanlegt að heyra slíkar formæl- ingar öskraðar yfir sér eins og t. d. í „Mærih frá Orlean,“ eða lýsingar í „15. marz“ og „Segir fátt af einum.“ Létt, hressileg leikrit, flutt með nokkr- um hraða, fara bezt. Söngmenn eigum við góða, og ágæta lesara. En hvaða efni ætti að geta enzt allan ársins hring og ár eftir ár í svo langa dagskrá? Svo er nú öll sönglistin, sem flutt er. Það er slík ráðgáta, hvernig fólk þolir að hlusta á allt þetta spil og plötugarg. Þjóðin er víst svo óskap- lega „músíkölsk," eða hryllilega músíkölsk, á nútíma íslenzku. Þetta sífelda plötuspil er í mínum eyrum hreinasti ófögnuður. Þessu er líka alls- staðar klesst og troðið inn í dag- skrána. Agætt efni skellt í sundur með þessu. Þetta plötugarg er eins og þegar fjandinn situr um sál manns. Þó að ekki sé nema hálfrar mínútu hlé í útvarpinu, þá er reynt að láta grammófóninn reka upp öskur, þótt ekki vinnist tími til að ljúka plötunni. Það er víst sagt, að þetta sé gert fyrir unga fólkið. Ég efast um, að þetta plötugarg sé því nokkuð hollt. Það er ekki æskunnar eðli að sitja og sitja og hlusta, vera alltaf innan veggja. Meðal margs annars vantar æskulýð- inn í okkar ágætu borg útistörf og úti- leiki, en það er efni í annað skraf. Ef grammófónsplötur væru þess megn- ugar að frelsa heiminn, þá væri hann þegar frelsaður. Okkur hlustendum finnst dálítið leiðinlegt, hve oft er sagt frá því sama.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.