Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 4
436 ÚTVARPSTÍÐINDI vera þingfréttaritari útvarpsins. Það út af fyrir sig er ærinn starfi meðan Alþingi situr — og varla hægt að krefjast þess að sami maður geti sinnt öðru. Það er mikið starf. að útbúa dagskrá útvarpsins svo að vel sé. Það krefst margra manna heilla og áhuga þeirra og starfs að fullu. Meðan útvarpinu er þetta ekki ljóst, er ekki von á góðu, enda fer nú óánægja almennings í landinu ört vaxandi og ég er sannfærður um að ef ekki verður úr bætt, mun það leiða til þess, að útvarpsnotendur myndi með sér sín félög til þess að knýja fram vilja sinn“. Bréfið er allmiklu lengra, en ekki ástæða til að birta meira að þessu sinni. Það drepur á mál, sem nú er mjög rætt meðal hlustenda. I raun og veru er það æskilegt að aftur verði stofnuð félög útvarpshlustenda og þau myndi svo samband með sér. I flestum menningar löndum eru slík félög starfandi, og fullyrða má, að ekki sé síður þörf fyrir þau hér. Það er líka áreiðanlega rétt hjá bréf- ritaranum, að ef ekki verða gerðar gagngerðaar endurbætur á dagskrá útvarpsins, þá mun það leiða til þess að slík félög verði stofnuð. Væri þó æskilegt, að stofnun félaganna færi fram í fullu samstarfi við út- varpið, því að telja verður, að það væri einmitt æskilegast fyrir það að njóta hjálpar og leiðbeininga hlustendanna, meira en verið hefur. Samstarfið er sem stendur ekki til, og svo virðist meira að segja sem starfsmenn útvarpsins séu fyrir löngu orðnir þreyttir á hlustendum, að minnsta kosti kvarta sumir þeirra undan bréfum þeirra. En sífelldar Fratnh, á bls, 'Ft8, oooooooooooooooooooo RÍKISIJTVARPIÐ Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunar- verk er að ná til allra þégna landslns með hverskonar fræðslu og skemmtun, sem því er urint að veita. AÐALSKIIIFSTOFA ÚTVARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, útborg- anir, samningagerðir o. s. frv. — Út- varpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðd. Sími skrifstofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4990. INNI-IEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa. — SSmi 4998. ÚTVARPSRÁÐIÐ (Dagskrástjórnin) liefur yfirstjóm hlnn- ar menningarlegu starfsemi og velur út- varpsefni. Skrifstofan er opln til viðtals og afgreiðsiu frá kl. 2—4 siðd. Simi 4991. FRÉTTASTOFAN annast um fréttasöínun innanlands og frá útlöndum. Fréttaritarar eru i hverju héraði og kaupstað landsins. Sími frétta- stofu 4994. Sími fréttastjóra 4845. AUGLÝSINGAR Útvarpið ílytur auglýsingar og tllkynn- ingar til landsmanna með skjótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifa- mestar allra auglýsinga. Auglýsingasimi 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umsjón með útvarpsstöð- inni, magnarasal og viðgerðastofu. Simi verkfræðings 4992. VIÐGERÐARSTOFTAN annast um hverskonar viðgerðlr og breytingar viðtækja, veitir leiðbeiningar og fræðslu um not og viðgerðir viðtækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. TAKMARKIÐ er: Útvarpið inn á hvert heimili! Alllr lands- menn þurfa að eiga kost á þvi, að hlusta á æðaslög þjóðlífsins; hjartaslög heims- Ins. Ríldsútvarpifi. oooooooooooooooooooo

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.