Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 10
442 ÖTVARPSTlÐINDI hafi 25.000 gistihúsaherbergi gjör- eyðilagzt og 140.000 skemmzt meira eða minna, þá tilkynna Frakkar, að 96 af hundraði þeirra herbergja, sem fyrir hendi var fyrir stríð, hafi verið tilbúin til notkunar fyrir ferðamenn á árinu 1947. — Miklu fleiri fíirþegar voru fluttir með frönsku járnbrautunum bæði á ár- inu 1946 og 1947 en nokkurn tíma áður í sögu þeirra. Á því sézt, hver nýsköpun hefur átt sér stað á því sviði þar í landi. En Frakkar eru ekki búnir að ná sér, hvað snertir heimsóknir erlendra ferðamanna, því á árinu 1947 telja þeir tekjur sínar vegna ferðafólks ekki nema 59 millj- ónir dollara í stað 93 milljóna doll- ara 1938. Grikkland: Grikkir telja sig hafa haft liðugar 5 millj. dollara tekjur vegna ferðamanna 1938, en 1947 engar. Þó telja þeir sig hafa 5.500 rúm tilbúin fyrir ferðamenn og þakka það því, að ríkið hefur hlaup- ið undir bagga með eigendum gisti- húsa og þar í landi hefur verið sett á laggirnar sérstök stofnun, láns- stofnun gistihúsa, sem veita á lán með hagkvæmum kjörum til þeirra framkvæmda, bæði viðgerða og ný- bygginga. — í stríðslok var aðeins 10 af hundraði járnbrautarvagnanna gangfærir, vegir allir sem sagt ónýt- ir og 87 af hundraði skipastólsins sökkt eða eyðilagt. En aðalnýsköp- unin á sviði samgöngumálanna hef- ur orðið í loftinu og er haldið uppi reglubundnum flugferðum milli Aþenu og helztu borga Evrópu og einnig hefur áætlunarflug innan- lands verið tekið upp að nýju. Eitt nýtt farþegaskip heldur uppi ferð- um yfir Atlantshaf, Iiolland: 20 af hundraði allra gistihúsa í landinu voru eyðilögð vegna hernaðaraðgerða. Fjöldi hótel- rúma fyrir stríð var 100.000, 1945 voru þau talin 65.000, en 1948 70.000. Skemmdir á járnbrautum og vegum hafa verið bættar að langmestu leyti, cn skipastólinn, sem beið ógui’legt afhroð, gengur ver að endurnýja. Þegar undan er skilin skömmtun á matvælum, tóbaki og vefnaðarvöru, þá eru ferðamönnum engar hömlur settar um vörukaup. Þrátt fyrir það, að ástandið í Hollandi virðist sízt betra en annars staðar, þá telja þeir tekjur sínar vegna ferðafólks, vera 10 millj. dollara árið 1947, en aðeins liðuga 21/2 millj. dollara árið 1939. írland: írlendingar telja tekjur sínar vegna ferðamanna hafa auk- ist úr tæpum 30 millj. dollarum 1938 og í 72Yz millj. dollara árið 1947. öll nýsköpun á sviði gistihúsa og samgöngutækja lá niðri meðan á stríðinu stóð. Sama máli gilti um viðgerðir. En síðan 1946 hafa skipu- lagðar framkvæmdir á þessum svið- um átt sér stað og hefur sérstaklega mikil aukning á samgöngutækjum í lofti orðið þar í landi. — Nokkrar mikilvægar fæðutegundir hefur orð- ið að skammta, en ferðamenn fá sama skammt og íbúar landsins. Engar hömlur eru ferðamönnum settar um kaup á öðrum varningi. Benzín er skammtað naumt, en ferðamenn fá það, sem þeir þurfa til aksturs innanlands. Luxemburg: Ríkið veitir óspart lán og styrki til nýbygginga og við- gerða á gistihúsum landsins og er nú svo komið, að jafnmikið er af rúmum handa ferðafólki og var fyrir stríð. — Fluttir pru 50 af hundraði

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.