Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 9
ÚTVARPSTÍÐINDI 441 eyddu þeir alls 80.900.000 dollurum, en í þessari tölu er innifalið allt það, sem þeir greiddu skipa- og flugfélögum Evrópumanna í far- gjöld. Á árinu 1947 komst tala ferða- manna að vestan upp í 154.000 og eyddu þeir alls 147.300.000 dollur- um. Á árinu 1948 er talið að 300.000 ferðalangar frá Ameríku muni sækja Evrópuþjóðirnar heim og eyða í þau ferðalög 316.000.000 dollurum. Á þessum fjórum árum, frá 1948—51, er gjört ráð fyrir því að ferðamanna- straumurinn að vestan aukist alltaf ár frá ári og nái hámarki sínu á árinu 1951, þegar áætlað er að tala ferðafólks verði 500.000 manns, sem eyða muni 800.000.000 dollurum í Evrópu og er þá innifalið allt það, sem þeir eru taldir munu greiða til Evrópumanna fyrir fargjöld með skipum og flugvélum. Nú mætti einhver vera farinn að hugsa: Já, þetta er nú allt saman gott og blessað, en hvernig eru þjóð- ir Evrópu megnugar að veita öllum þessum fjölda ferðamanna móttöku? Hvernig er ástandið hjá þeim, t. d. á sviði gistihúsanna? Er ekki sam- göngukerfi þeirra í rústum? Verður ekki, með öllum þeim hömlum og skömmtunarákvæðum, sem á mat og matvælum eru víðasthvar í Evrópu, erfitt fyrir þessar þjóðir að brauð- fæða allan þennan fjölda ferðafólks? Við skulum athuga, hvað pésinn segir um þessi atriði hjá hverri þjóðinni fyrir sig af þessum 16: Austurríki: Fjöldi gistihúsa jafn- aður við jörðu eða hersetin. Þó eru talin vera fyrir hendi 52 þús. rúm fyrir ferðafólk. Samgöngur í mesta ólestri. Eldneytisskortur feikilegur. Tekjur landsmanna vegna heim- sókna ferðafólks urðu þó 180 þús. dollarar s.l. ár. Belgía: Gistihúsarekstur lands- manna var þriðja veigamesta at- vinnugreinin fyrir stríð. 35 af hundraði gistihúsanna var jafnað við jörðu og fjöldi þeirra, sem eftir stóð, var tekinn til afnota fyrir her- ina. En mikil nýsköpun á þessu sviði hefur átt sér.stað, svo að nú eru 85 þús. rúm talin vera fyrir hendi handa ferðamönnum, eða 90 af hundraði miðað við það, sem var fyrir stríð. Samgöngur eru komnar 1 samt lag í landinu og hefur gífur- leg aukning átt sér stað á flugvéla- kosti landsmanna. Engar hömlur ehu á því, að ferðamenn fái keyptar hvaða vörur sem er í landinu. — Enda voru tekjur Belgíumanna vegna ferðamanna 44 milljónir doll- ara s.l. ár. Danmörk: Því nær öll gistihús í landinu hafa verið tekin til sinna upprunalegu nota. Samgöngutæki hafa verið endurnýjuð, nema hvað tekur til skipastólsins. Járnbrautar- vagnar eru hartnær eins margir orðnir og voru fyrir stríð og bílar fullteins margir, þó að takmörkun á benzíni og hjólbörðum hafi seink- að aukningunni. — Ferðamönnum er ætlaður helmingi stærri matar- skammtur en heimamönnum og fá þeir auk þess benzín eftir þörfum. Mjög litlar hömlur eru þeim settar um kaup á vörum. — Tekjur Dana vegna ferðafólks urðu á s.l. ári 7 milljónir dollara, en það er hart- töldu þeir sig hafa haft 7.100.000 nær sama tala og á árinu 1939, þá dollara tekjur vegna sömu manna. Frakkland: Þrátt fyrir það, að talið sé, að af hernaðaraðgerðum

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.