Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 11
ÚTVARPSTÍÐINDI 443 fleiri farþega með þeim samgöngu- tækjum, sem til eru í landinu nú, heldur en fluttir voru fyrir stríð. — Engar hömlur eru ferðamönnum settar um vörukaup, nema að því er til matvæla tekur. — Noregur: Tekjur Norðmanna vegna ferðafólks hafa aukist úr. 15V2 millj. dollara 1938 og í 21 millj. dollara 1947. 10 af hundraði allra gistihúsa í landinu voru þurrkuð út af völdum stríðsins og afgangurinn meira og minna skemmdur vegna hersetu og gripdeilda. 1800 ný hótelrúm voru útbúin á árinu 1947, en hin stór- fellda aðstoð, sem ríkið veitir með hagkvæmum lánum og styrkjum, gjörði þessa aukningu mögulega. — Skipastóll Norðmanna tapaði mjög tölunni á stríðsárunum. Sama máli gegndi um járnbrautarvagna og Önnur flutningatæki á landi, sem Þjóðverjar ýmist eyðilögðu eðafluttu á brott. Aukning hefur aðallega orðið á sviði samgangna í lofti, svo og hafa verið byggð mörg ný skip. Hótel, sem aðallega hýsa ferðamenn fá tvöfaldan matarskammt. Skömmt- un á vefnaðarvöru, fatnaði og sæl- gæti nær einnig til ferðamanna, en tóbak, vín og brenndir drykkir er með öllu óskammtað. Sama máli gildir um allar máltíðir á hótelum og matsölustöðum. — Portugal: Engar skemmdir stríðs- ins vegna, en tafir á allri nýsköpun í landinu, á sviði gistihúsa og sam- göngutækja. Engar homlur eru á því, hvað ferðamenn mega kaupa í landinu af varningi. Tekjur Portu- gals s.l. ár vegna heimsókna ferða- manna urðu 400.000 dollarar. Svíþjóö: I Stockhólmi hefur hótel- rúmum fækkað um 10 af hundraði, miðað við fyiárstríðs ástand, en annars staðar í landinu staðið í stað. Samgöngutækin í landinu gjöra ekki meira en svara til eftirspurnar- innar. Mikil aukning flugvéla til .mannflutninga hefur átt sér stað og s.l. ár voru um það bil þrisvar sinnum fleiri farþegar fluttir með flugvélum sænska flugfélagsins en 1939. Nokkrar fæðutegundir eru skammtaðar og útflutningur á sápu, tóbaki og matvælum er takmarkaður við sáralítið magn. Einstaka tilbú- inn fatnað er bannað með öllu að flytja úr landi. Benzínskammtur til handa ferðamönnum er mjög rífleg- ur. — Þrátt fyrir fækkun hótelrúma telja Svíar sér 42*/2 millj. dollara tekjur vegna ferðamanna á s.l. ári. En árið 1938 urðu tekjurnar ekki nema 15 millj. dpllarar. Sviss: Engar skemmdir af völdum stríðsins, en samt fækkaði hótelrúm- um um 16.000 frá því árið 1938 og hótelum fækkaði um 224 á sama tíma. Ferðamönnum eru engar höml- ur settar um það, hvaða varning þeir kaupa í landinu. Tekjur Sviss- lendinga vegna heimsókna erlendra ferðamanna hafa hrapað úr 89.4 millj. dollara árið 1938 niður í 69 millj. dollara á s.l. ári. Bretland: Fjórðungur allra gisti- húsa í landinu eyðilagðist af völdum stríðsins eða var tekinn til hersetu. Þó er reiknað með, að 85 af hundr- aði þeirra möguleika til gistingar, miðað við fyrir stríð, sé nú tiltæki- legir. Miklar skemmdir urðu af völdum stríðsins á vegum og járn- brautarkerfum, en þó tilfinnanleg- astar á skipastólnum. Járnbrautar- samgöngur mega þó heita komnar í samt lag og sama máli gegnir um

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.