Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 13
ÚTVARPSTÍÐINDI 445 sínu máli: Þá er það fyrst dagsdvöl á 1. flokks gistihúsi, sem talin er kosta á íslandi kr. 87.75, en t. d. í Danmörku kr. 20.35. Þarna erum við langhæstir á blaði, helmingi hærri en meðaltalið af öllum hinurn og vel það. Á árinu 1938 erum við aftur á móti fimmta lægsta þjóðin eða reiknum dagsdvölina þá á kr. 21.45. Hækkunin á þessum lið nemur hjá okkur 409% að því er pési þessi skýrir frá. Hjá Belgíumönnum hefur hækkunin orðið næstmest eða 300%, hjá Grikkjum 204%, en hjá öllum öðrum nemur hækkunin minnu en 60% og allt niður í 8% hjá ítölum, þrátt fyrir allt. Hvað snertir dagsdvöl á 2. flokks gistihúsi, þá eru hlutföllin þar afar svipuð, nema t. d. í Noregi og Sví- þjóð hefur hækkunin orðið mun minni á þessum lið. — Mjög eru svipuð hlutföllin í þeim lið, sem kallast fjórréttuð máltíð, nema hvað hækkunin á þessum lið er ekki talin hjá okkur meiri en 250% og virðist það vel sloppið. — En þá komum við að fargjöld- unum, sem reiknuð eru á ferðalag 200 km. vegalengdar. Árið 1938 er- um við taldir vera næstódýrastir á spottann, eða taka fyrir hann 16.90. Grikkir einir eru þá lægri og taldir taka 16.25 fyrir sama spöl. Sviss- lendingar eru þá langdýrastir með kr. 52.00 og Austurríkismenn ganga þeim næstir með 48.10. En á árinu 1947 lítur dæmið dálítið öðruvísi út. A ðvísu eru þá Svisslendingar og Austurríkismenn ennþá hæsir og næsthæstir og hafa fargjöldin hækk- að hjá þeim um 11 og 16%, eða upp í 58.50 eða um kr. 6.50 hjá Svisslendingum og kr. 55.90 eða um kr. 7.80 hjá Austurríkismönnum. Nú erum við ekki lengur næstódýrastir, á spölinn, heldur þriðju dýrastir, fast á eftir Austurríkismönnum. Hækkunin nemur hjá okkur 37.70, úr 16.90 upp í 54.60, eða 323%. Engin önnur þjóð kemst í hálfkvist við okkur að þessu leytinu. Grikkir komast næst okkur með 92% hækk- un á fargjöldum, síðan Norðmenn með 78,7% hækkun, þá Belgíumenn með 63%, en engin önnur þjóð kemst kemst yfir 20% hækkun á þessu sviði. Aftur á móti er um raunveru- lega lækkun að ræða hjá t. d. Frökk- um, sem nemur 9% og hjá írum, sem nemur 19% miðað við þessi sömu ár. Þar sem líða tekur víst að því, að tíma þeim, sem mér er ætlaður, sé lokið, verð ég að stykla á stóru hér á eftir. — En á tvö atriði finnt mér ég mega til með að minnast. Það fyrra er: Hvaða fjárupphæðir ætla þjóð- á sviði gistihúsanna, til þess að auð- irnar að leggja í framkvæmdir, t. d. velda sér móttöku ferðamanna á næsta ári: Belgíumenn hugsa sér að fjárfesta 200 millj. franka í þessu skyni, Frakkar 92 millj. franka, Grikkir 1% naillj. dollara, Hollend- ingar 150 millj. gyllina eða 57 millj. dollara, Irar 750.000 sterlingspund, Italir 25 millj. dollara, íbúar Luxem- borgarríkis hatnær 3 millj. dollara og búast þeir við því, að fé, sem fest verður í þessum tilgangi, muni gefa af sér sem svarar 20% vöxtum, munu fjárfesta í þessu augnamiði Norðmenn 12]/o millj. króna, Bretar yfir 20 millj. sterlingspund. Sviss- lendingar telja sig enga áætlun geta gjört um framtíðina, en telja, að

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.