Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 12
444 ÚTVARPSTÍÐINDI vegina, en erfiðast er um endur- nýjun skipaflotans. Miklu meiri um- ferð er nú um vegi landsins og með járnbrautum, heldur en var fyrir stríð, en það á rót sína að rekja til þess að fólk ferðast miklu meira nú en það gjörði á árunum fyrir heims- styrjöldina. Mjög hafa loftsamgöng- ur aukist. — Matvæli eru skömmtuð í Bretlandi, en engar hömlur settar um kaup á máltíðum á greiðasölu- og matsölustöðum. Skömmtun á vefnaðarvöru, tilbúnum fatnaði og sælgæti nær einnig til ferðamanna, en nýútkomin fyrirmæli heimila ferðamönnum að kaupa nokkurt magn af fatnaði og ríflegum benzín- skammti til ferðalaga um landið. — Á s.l. ári urðu tekjur Breta vegna heimsókna ferðamanna ekki nema 75 millj. dollarar samanborið við 152 millj. dollara að meðaltali á ári fyrir stríð. Á þessu ári verða tekj- urnar auðvitað margfalt meiri og á það auðvitað rót sína að rekja til Olympiuleikanna síðustu í Lond- on. — Italía: 60.000 hótelrúm voru gjör- eyðilögð vegna hernaðaraðgerða. Far- þegaskip landsmanna voru alveg þurrkuð út. Skemmdir á vegum og járnbrautum feiknlegar. Bifreiða- samgöngur mega þó heita orðnar góðar og mikil aukning á samgöng- um í lofti hefur átt sér stað. Gangi útvegun hráefna frá útlöndum að óskum, má fullyrða, að járnbrautar- samgöngur í landinu hafi náð full- um afköstum miðað við það, sem var fyrir stríð, á hinu heilaga ári kaþólskra manna 1949—50. Einstaka fæðutegundir eru ennþá skammt- aðar, t. d. brauð, en engar hömlur eru á því að fá einstakar máltíðir á matsölustöðum. Ferðamenn fá keyptan hvaða varning sem er, alveg án skömmtunar eða takmarka. Þrátt fyrir hið bága ástand, sem maður getur hugsað, að hjá ftölum hafi verið nú eftir stríðið, þá telja þeir samt tekjur sínar vegna heimsókna ferðamanna hafa orðið 42.3 millj. dollara á s.l. ári, en það er auðvitað ekki nema svipur hjá sjón, við það, sem var fyrir stríð, en þá, á árinu 1938, telja þeir tekjur sínar hafa orðið 114.3 millj. dollara. Tyrkland: Enginn skortur á varn- ingi og engin skömmtun, hverju nafni sem nefnist, er í landinu. Um tekjur vegna ferðafólks er ekki getið. — Loks má geta þess að Þjóð- verjar hafi haft tekjur vegna ferða- manna á ári hverju fyrir stríð um 140 millj.' dollara. Það er athyglisvert, að í þeim 16 löndum, sem nú taka þátt í við- reisnaráformunum, þá hafa amer- ískir ferðamenn, sem sóttu Evrópu- löndin heim, á árunum fyrir stríðið, eytt þar 88.6 af hundraði alls fjár- ins. Um ísland er harla lítið rætt í skýrslugjörð þessari, þó eru nokkrar tölur teknar héðan, þegar höf. fer að ræða um kostnað á dvöl og far- kosti í hinum ýmsu löndum. Gjörir hann þá samanburð á árunum 1938 og 1947 og tekur, sem dæmi, dags- dvöl á 1. flokks gistihúsi, með öllum þægindum og þægilegheitum í mat og drykk (vín- og ölföng eru þó ekki reiknuð með í upphæð þeirri, er hann nefnir), dagsdvöl á 2. flokks gistihúsi, 200 km. ferðalag á 1. far- rými járnbrautar eða í bifreið og loks ein máltíð, fjórréttuð. Og nú skulum við láta nokkrar tölur tala

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.