Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 20

Útvarpstíðindi - 22.11.1948, Blaðsíða 20
4S2 ÚTVARPSTÍÐINDI Helmsfræg myndabók frá íslandi ísland við aldahvörf eftir Auguste Mayer Fyrir röskum 100 árum gerðu Frakkar út einn stærsta erlendan leiðangur, sem til íslands hefir komið. Foringi fararinnar var Paul Gaimard, sem Jónas orkti til kvæðið þjóðkunna: „Þú stóðst á tindi Heklu hám“. í förinni var einnig Xavier Marmier, sem kunnur er úr Heljarslóðarorustu Gröndals og franski málarinn Auguste Mayer. Um leiðangur Gaimards var gefin út stærsta og veglegasta ferðahókin um ísland, sem út hefir komið. Hlaut bók þessi einkum frægð fyrir hinar fögru Islands-myndir Mayers. Nú hefir úrval af myndum þessum í fyrsta sinn verið gefið út á íslandi. Myndirnar, sem eru víða af landinu, eru ekki eingöngu fagrar og sérkenni- legar, heldur hafa þær einnig menningarsögulegt gildi, því að þær sýna ýmsar horfnar byggingar, búning fólks fyrr á tímum og lifnaðarhætti. Sendiherra Frakka, Henri Voillery, ritar formála fyrir bókinni og Guð- brandur Jónsson prófessor segir frá ferðum Gaimards og félaga hans um landið. Formáli bókarinnar er á frönsku og íslenzku og allt lesmál og textar undir myndum á íslenzku, frönsku, ensku og dönslcu. ÍSLAND VIÐ ALDAHVÖRF á erindi inn á sérhvert íslenzkt heimili. ÍSLAND VIÐ ALDAHVÖRF er tilvalin gjöf handa vinum yöar erlendis.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.