Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Blaðsíða 10
82
Útvarpstíðindi
L
ráin
Fastir dagskrárliðir eru:
Kl. 8,30 Morgunútvarp
— 9,10 Veðurfregnir
— 12,10—13,15 Hádegisútvarp (fréttir kl.
12,25)
— 15,30—16,30 Miðdegisútvarp (fréttir kl.
15,55)
— 18,25 Veðurfregnir
— 19,25 Þingfréttir
— 19,45 Auglýsingar
— 20,00 Fréttir
— 22,05 Lestur Passíusálma.
Næsta erindi Ástvaldar Eydals, — „Lönd
og lýðir“, — fjallar um Arabíu, „Stóra auða
sólarlandið", — sem er að mestu eyðimörk,
en geymir þó fögur og frjósöm gróðrarlönd.
Þá segir frá íbúunum, — Aröbunum, hjarð-
mennsku þeirra, menningu og trúarbrögð-
um.
Baldur Bjarnason mag. flytur síðasta er-
indið af þremur um Austurlönd, — Indland
og Kína.
Vikan 27. marz til 2. apríl (Drög).
Sunnudagur 27. marz:
11.00 Morguntónleikar (plötur): a) Strengja-
kvartett í B-dúr (K458) eftir Mozart. b) Kvint-
ett í Es-dúr op. 16 fyrir píanó og blásturs-
hljóðfæri eftir Beethoven.
13.15 Erindi: Uppeldi og afbrot; IV.: At-
hafnavilji og afbrotahneigð (dr. Matthías Jón-
asson).
15.15 Útvarp til Islendinga erlendis: Fréttir
og erindi.
15.45 Miðdegistónleikar: a) Fiðlusónata í Es-
dúr op. 12 nr. 3 eftir Beethoven. b) Lúðrasveit
Reykjavíkur leikur (Albert Klahn stjórnar).
16.30 Spilaþáttur (Árni M. Jónsson).
18.30 Barnatími (Hildur Kalman).
19.30 Tónleikar: „Carmen-svíta" eftir Bizet
(plötur).
20.20 Samleikur á fiðlu og píanó (Katrín
Dannheim og Fritz Weisshappel): Sónata eftir
Mozart.
20.35 Erindi: August Strindberg og kristin
trú (Sigurður Magnússon stud. theol.)
21.00 Tónleikar: Píanókonsert í d-moll eftir
Bach (konsertinn verður endurtekinn n. k.
þriðjudag).
21.25 ....
22.05 Danslög (plötur).
Mánudagur 28. marz:
13.15—14.45 Erindi bændavikunnar.
20.30 Útvarpshljómsveitin: íslenzk alþýðu-
lög.
20.45 Um daginn og veginn.
21.05 Einsöngur (Magnús Jónsson).
21.20 Erindi.
21.45 Lönd og lýðir (Ástvaldur Eydal licen-
siat).
22.15 Búnaðarþáttur.
31. þ. m. flytur Sigríður Valgeirsdóttir
magister erindi um þróun dansins.
Álitið er, að uppruna
dansins sé að rekja til
þess, er mennirnir
höfðu enn ekki lært að
tala, heldur gerðu sig
skiljanlega með hreyf-
ingum, og enda þótt
tilgáta þessi hafi ekki
verið sönnuð, svo ó-
yggjandi sé, hafa verið
færð fyrir henni mörg
rök og aðgengileg. Sig-
ríður Valgeirsdóttir mun greina frá því
frumstæðasta, sem vitað er um þjóðdans-
ana, — hvernig þeir þróuðust og breyttust
í hirðdansa, sem síðar leiddu af sér list-
dansa, samkvæmisdansa og balletta. — Sé
sú tilgáta rétt, að uppruna dansins megi
rekja til tímabilsins áður en menn tóku að
beita rödd og tungu til að gera sig skiljan-
lega, liggur það í augum uppi, að dansinn
hefur verið snarari þáttur í lífi og þroska
mannskynsins en margur heldur, og því
ástæðulaust að bregða þeim um unggæð-
ingshátt, sem þykir gaman að dansa. —
Sigríður mun annars skrifa fyrir tímaritið
Skinfaxa greinaflokk um þetta efni.