Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Síða 14
86
Útvarpstíðindi
Reykvíkingur einn kom að máli við Útvarps-
tíðindi og óskaði þess eindregið, að þau birtu
eftirfarandi áskorun í nafni nokkurra heimil-
isvina, sem ekki eru nánar greindir.
Hann lét þess um leið getið, að annað hvort
vildi hann hafa gott útvarp eða þá alls ekk-
ert útvarp:
Við undirritaðir skorum á Útvarpsráð að út-
varpssagan verði lesin tvisvar í viku, og flutt
af góðum lesara, en í vetur hefur ekki verið
lesin upp útvarpssagan nema einu sinni í viku
og þykir okkur afarmörgum það mjög slæmt,
þar sem fólk situr heima og vonast eftir þess-
ari skemmtun. Annars er mestur áhugi við
barnatíma og góðar og vel lesnar útvarpssögur.
Þetta er staðreynd, þess vegna er þetta afar-
leitt að ekki skuli ganga betur, en hefur gengið
í vetur með útvarpssöguna.
Með vinsemd og virðingu.
Heimilisvinir.
★
Annar áhugasamur Reykvíkingur sendi þetta
bréf, dags. 10. marz:
Mig langar til að leggja orð í belg eins og
og góður hlustandi. — Mig iangar til þess að
Ríkisútvarpið leggi Jassþáttinn alveg niður,
eins mætti leggja niður mússíkina úr Sjálf-
stæðishúsinu og Hótel Borg. í þess stað mætti
útvarpa hljómlist úr Alþýðuhúsinu,.Þórskaffi,
Gúttó og Breiðfirðingabúð. Mjög væri gaman
að Heljarslóðaorusta verði lesinn í útvarpið á
laugardagskvöldin og kröftugar draugasögur.
Ríkisútvarpið getur ekki heimtað 100 kr. árs-
gjald af hlustendum, nema bjóða þeim upp á
eitthvað kröftugra en hefur verið í útvarpinu
undanfarið. Gömlu danslögin verði leikin á
laugardagskvöldum og sagðar Huldufólkssögur.
Nýju danslögin verði leikin á sunnudagskvöld-
um.
Reykjavík, 10. marz 1949.
Einn áhugasamur.
Hlustandi úti á landi skrifar:
.... Mér finnst dagskrá útvarpsins að mörgu
leyti þunn, og að hún beri þessi merki, að
ekki sé lögð feiknamikil vinna, i að útbúa hana.
Dagskráin virðist miðuð eingöngu við það, að
Reykvíkingar fræði okkur í strjálbýlinu, og að
reykvískir skemmtikraftar skemmti okkur.
Reyndar er þetta svo sem ekki að öllu leyti
vitlaust. Þó er það svo, að sambandið gegnum
útvarpið verður einungis tvíþætt, samband
milli Reykjavíkur annars vegar og annarra
landshluta hins vegar, (fréttirnar undanskild-
ar). Hægt ætti að vera, að útvarpið léti starfs-
menn sína ferðast á milli héraðanna með upp-
tökutæki og afla efnis, bæði til fræðslu og
skemmtunar. Úti á landi er fjöldi manna, sem
kunna góð skil á fróðlegum efnum og flytja
gott mál. Hægt væri að gefa þeim nokkurn
fyrirvara, svo að þeir gætu búið sig undir
komu upptökumannsins. Eins er það, að víða,
bæði í skóium og félögum, eru nægir skemmti-
kraftar, til að geta flutt til dæmis 15—20
mínútna gamanleikrit alveg sæmilega, þá eru
og víða góðar söngraddir. Ég er viss um að
ungmennafélögin í sveitum iandsins, og einnig
skólarnir, myndu leggja mikla áherslu á undir-
búning, og skemmtileg samkeppni gæti skap-
azt milli skóla og milli héraða um beztu út-
varpsþættina. Ég hef heyrt að til dæmis Norð-
menn hagi útvarpsstarfsemi sinni eitthvað á
þessa leið, og ég er viss um að hér þarf ekkert
annað en góðan vilja og framkvæmdasemi.
Ó....
Þess skal getið, að blaðinu hefur borizt ann.-
að bréf, sem er þessu svo líkt að efni, að ekki
þykir ástæða til að birta það líka.
★
Ríkisútvarpið virðist furðulega sneytt allri
virðingu fyrir óskum hlustenda sinna, og tíð-
um virðast fjölskyldusjónarmið ráða efni dag-
skrár. En á annan máta virðist eitthvert smá-
smugulegt sparnaðarsjónarmið ráða gerðum
dagskrárstjórnar og á ég þar við þann hátt, að
stytta og skera niður ýmis dagskrárefni vegna
þess, að Passíusálmalestur hefur verið tekinn
upp á föstunni. Þessi niðurskurður kemur sér
illa að sumu leyti, til dæmis er mér og fleirum
mjög illa við, að Óskalagaþátturinn skuli vera