Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Side 24

Útvarpstíðindi - 21.03.1949, Side 24
96 Útvarpatíðindi Sigurður Jónsson frá Haukagili hefur góðfúslega léð Útvarpstíðindum eftirfar- andi vísur til birtingar og er það gert með leyfi höfundar. Sigurður hefur saínað ógrynni af lausa- vísum og þó ótrúlegt sé, mun hann læra þær flestar um leið og hann færir þær inn í bækur sínar. Höfundurinn, Þormóöur ísfeld Pálsson, er ættaður frá Njálsstöðum á Skagaströnd, sonur Páls Steingrímssonar og Ingibjargar Siguröardóttur. Hann lauk prófi úr Sam- vinnuskólanum vorið 1936, en stundar nú verzlunarstörf í Reykjavík. Glitri tál í glóð og bálum gullnu skálanna. Vakir sál á vegi hálum vísnamálanna. Þá án refja hreim skal hefja hvergi tefjandi. Magni stefja málið vefja mjúkt og sefjandi. Blómagrundir laufgir lundir liðnu stundanna. Glæstar hrundir opnar undir endurfundanna. Villt í reyk með vanga bleika við mig leikandi, einatt sveik þá vonin veika viðsjál, reikandi. Árin streyma ýmsu gleyma andar sveimandi. Minn þá geymir minjar heima muni dreymandi. Gott er að vaka og vera til — vængjablakið hugann seiðir. Þegar stakan yndi og yl yfir klakann til min leiðir. ÞormóSur Isjeld Pálsson. Kveðið við dys Agnesar og Friðriks í Vatnsdalshólum: Fornar slóðir hrífa hér hug til bróðurþels og tára. Drifnar blóði mæta mér myndir hljóðar fyrri ára. Þegar innst í muna mér máli binzt og skapast ljóðið hinzta, helgast þér hvað sem vinnst og tapast. Þó að orni enn við fund ylur handabandi, Finnst mér eins og seilst um sund sitt frá hvoru landi. Ef ég fyndi gaman gleymt glaðra skyndikynna, væri yndi endurheimt æsku synda minna.

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.