Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.09.1940, Síða 10

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.09.1940, Síða 10
22 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVÍKUR Skjalasafn Bœjarins. I þessu blaði hefir því verið hreyft, í sambandi við ummæli um Bæjarbóka- safnið, að skjalasafn bæjarins væri í hinni verstu niðumíðslu og lægi senni- lega undir stórskemmdum í því húsnæði, sem því er ætlað. Ég gerði það þá að uppástungu minni, að skjalasafni bæjar- ins væri ætlað húsnæði í fyrirhugaðri, starfsemi ætla ég ekki að ræða að sinni, en aðeins koma þessari hugmynd á framfæri í blaðinu, til þess að félags- menn geti tekið hana til athugunar þangað til tillaga kemur fram um skip- un nefndar til þess að athuga málið. Þá vil ég geta þess, að ég ætlast til, að félagið leggi fram um næstu áramót minnst 5000 krónur, sem á að vera stofnfé sjóðsins. En auk þess ætlast ég til, að allir félagsmenn greiði í hjálpar- sjóðinn eitthvert ákveðið árgjald, sem verður hin eiginlega samhjálp félags- manna til þeirra, sem á hjálpinni þurfa að halda. Ef menn vildu ekki fallast á að greiða slikt aukagjald til sjóðsins, mætti áætla honum ákveðinn hluta af greiddum félagsgjöldum. Og auðvitað tæki sjóðurinn á móti gjöfum, áheitum og minningargjöfum. Ef þetta mál fær góðar undirtektir, þá trúi ég ekki öðru en að félagið á næstu 5—10 árum gæti verið búið að safna fé í nægilega stóran stofnsjóð til þessarar hjálparstarfsemi fyrir félags- menn og aðstandendur þeirra. Það væri tilvalið að félagið byrjaði árið 1941 með þessu starfi. Ágúst Jósefsson. en enn þá óbyggðri, byggingu fyrir Bæjarbókasafnið. Þó margt sé harla fánýtt í skjala- safni bæjarins, þá er þó yfirgnæfandi meiri hluti þeirra skjala, sem þar eru samankomin mikils verð fyrir Reykja- víkurbæ, þó ekki sé á litið nema hina sögulegu hlið. Skjalasafn bæjarins geymir sögu bæjarins. Verulegur hluti skjalasafnsins lendir að vísu á Þjóð- skjalasafninu og er þannig forðað frá glötun, en það á að vera metnaðarmál Reykjavíkurbæjar að varðveita og geyma sjálfur gögn sín og skjöl á ein- um og sama stað. Fyrirmæli um varð- veizlu bæjarskjala á Þjóðskjalasafni eru aðeins sprottin af vanmetakennd bæjar- félagsins frá því fyrir aldamót. í þá tíð var litið á þjóðskjalasafnið eins og ein- asta eldtrausta skjalaskáp þjóðarinnar og þangað skyldi allt fara, sem nöfnum tjáði að nefna. Nú mun víst engum blandast hugur um, að heppilegra sé að varðveita gögn og skilríki bæjarfélags- ins annars staðar en í Þjóðskjalasafn- inu, sem er löngu orðið yfirfullt og býr við ófullnægjandi skjalavörslu til að sinna skjölum og skilríkjum bæjarins sérstaklega. Reykjavíkurbær þarf að stofna til sérstakrar skjalavörslu, ráða kunnáttu- mann til að raða og skipuleggja bæjar- skjalasafnið, en um fram allt að fá því örugga og góða geymslu. Það má eng- um vaxa í augum þó stofnað sé til nýs embættis og nokkur útgjöld hljóti að fylgja vörslu safnsins, sérstaklega þar sem þetta nauðsynjamál hefir dregist allt of mikið á langinn, svo að til vand- ræða horfir með vörslu þeirra skjala, sem safnast fyrir hjá bænum frá ári til árs. L. S.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.