Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.09.1940, Síða 20
32
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
XV. fl.
Ljósmæður
Byrjendur á skrifstofu.
XVI. fl.
Starfsstúlkur við Sundhöll.
II. kafli.
Launauppbætur og ívilnanir.
6. gr.
Launin skv. 5. gr. eru full laun. Eng-
ar ívilnanir eða launauppbætur umfram
launagreiðslurnar, sem þar eru ákveðn-
ar verða veittar, aðrar en þær, sem get-
ur um í 7. gr., nema með sérstöku sam-
þykki bæjarráðs eða eftir atvikum hafn-
arstjórnar. Húsaleiga þeirra starfs-
manna, sem hafa húsnæði hjá bænum
í sambandi við störf sín, skal dregin frá
laununum eftir mati til skatts. Ljós og
hita skulu þessir starfsmenn greiða
sjálfir eftir kostnaðarverði, en ef vand-
kvæði eru á því, þá á sama hátt og
húsnæðið, þ. e. eftir mati til skatts.
7. gr.
Þeir sem bærinn leggur til fatnað
vegna starfa þeirra, fá hann ókeypis
eftir reglum, sem bæjarráð eða hafnar-
stjórn setja, enda er yfirmönnum þeim,
er í hlut eiga, skylt að gæta þess, að
þeim reglum sé fylgt. Fullan og jafnan
rétt til einkennisbúnings hafa: Lög-
reglumenn, slökkviliðsmenn, hafnsögu-
menn, vélamenn á hafnsögubát, vatns-
menn við höfn og heilbrigðisfulltrúi.
Varðstjórar lögreglunnar (3) fá fyrir
störf sín aukaþóknun, kr. 50.00 á mán-
uði. Bæjargjaldkeri og gjaldkerar Raf-
magnsveitu og Hafnar fá árlega kr.
1000.00 í mistalningsfé hver. Bæjarráð
setur reglur um greiðslu bifreiðakostn-
aðar fyrir starfsmennina.
r ' ' . —.........*
Slailsinannablaö Rejkjavíkur.
IJTGEFANDI:
Starfsmannafélag Reykjavíkurbæjar. ð
RITSTJÓRN:
Lárus Sigurbjörnsson,
aðstoðarm. bæjargjaldkera.
Jóhann G. Möller,
skrifstofustjóri Rafmv. Rvikur.
Ágúst Jósefsson,
heilbrigðisfulltrúi.
Auglýsingar annast Auglýsingaskrifstofa
E.K., Austurstræti 12. Sími 4292.
Starfsmannablað Reykjavíkur
kemur út 6 sinnum á ári og kostar utan
Starfsmannafél. Reykjavíkurbæjar 5 kr.
árg. (6 tölublöð). 1 lausasölu 1 kr. blaðið.
STEINDÓRSPRENT H.F.
- '
8. gr.
Bæjarráð eða hafnarstjórn setja regl-
ur um starfstíma í hverri starfsgrein,
og skal miða við sex daga vinnuviku.
Enginn fastur starfsmaður hefir rétt til
aukagreiðslu fyrir eftirvinnu, helgidaga-
vinnu né næturvinnu. I þeim starfsgrein-
um, þar sem slík vinna er óhjákvæmi-
leg, greiðist hún ekki aukalega, né nein-
ar uppbætur, enda fái þeir starfsmenn
frí á öðrum tímum, sem aukavinnu svar-
ar, og eftir þeim reglum, er þar um
gilda eða settar kunna að verða. Allir
fastir starfsmenn hafa rétt og skyldu
til sumarleyfa, eftir reglum, sem gilda
um þau á hverjum tíma. Starfsmenn fá
ekki kaupgreiðslur í stað sumarleyfa.
m. kafli.
9. gr.
Samþykkt þessi öðlast gildi 1. apríl
1939.