Bankablaðið - 01.04.1936, Side 2

Bankablaðið - 01.04.1936, Side 2
2 BANKABLAÐIí) unz styrkveiting fer fram að nýju. Skal þannig aldrei meira en 3ja ára styrkur til ráðstöfunar sjóðsstjórnar í einu auk hins reglulega styrks. Þann hluta vaxtanna, sem ekki er varið til styrkveitinga, svo og aðrar tekjur sjóðsins, skal ávallt leggja við höfuðstól hans. 6. gr. Skilyrði fyrir styrkveitingu úr sjóðn- um eru: a) Að umsækjandi hafi verið að minnsta kosti þrjú ár fastur starfs- maður í Landsbanka íslands. b) Ef um utanför er að ræða, þá ekki yngri en 21 árs að aldri. c) Teljist verðugur að dómi sjóðs- stjórnar, og d) Að umsækjandi skuldbindi sig til að starfa í þjónustu bankans, að minnsta kosti tvö ár, að loknu námi, eða endurgreiða styrkinn að öðrum kosti. Endurgreiðsla styrksins getur þó fallið niður, séu sérstakar ástæður fyr- ir hendi. Stjórn sjóðsins skal, áður en hún á- kveður styrkveitingu, fullvissa sig um, að viðkomandi fái fjarvistarleyfi. Þegar styrkur er veittur til utanfar- ar, má greiða helming hans við brott- för umsækjanda, en síðari helmingur hans greiðist er sjóðsstjórninni hafa borizt fullnægjandi skilríki fyrir því, að umsækjandi stundi nám sitt af áhuga, enda sé þá helmingur dvalar- tímans liðinn. Engum einum styrkþega má veita hærri styrk en kr. 1500,00 — fimmtán hundruð krónur — á sama ári. Verði ágreiningur um veitingu styrks, ræður afl atkvæða úrslitum. Engum einum starfsmanni veitist oftar styrkur til utanfara úr sjóðnum en einu sinni á 10 árum. 7. gr. Stjórn sjóðsins skal skipuð fimm mönnum, og skal hún kosin á aðal- fundi starfsmannafélags bankans ár hvert. Þó skal fyrsta stjórn sjóðsins kosin á almennum fundi starfsmanna- félagsins, þegar eftir að skipulagsskrá þessi hefir öðlazt staðfestingu hlutað- eigenda. Stjórnin skiptir með sér verk- um. Ennfremur skulu þá kosnir tveir varamenn í stjórn sjóðsins og tveir endurskoðendur. Fráfarandi sjóðs- stjórn leggur þá og fram til samþykkt- ar endurskoðaða reikninga sjóðsins. 8. gr. Skipulagsskrá sjóðsins má breyta, ef fram kemur um það eindregin ósk meiri hluta félaga í viðurkenndu starfsmannafélagi bankans, og stjórn bankans samþykkir. -----o---- Stjórn sjóðsins er enn ókosin, en ,,BANKABLAÐIГ mun sjálfsagt birta tilkynningu að kosningu lokinni. Nokkrar tillögur, er mörgum þóttu til bóta, náðu ekki framgangi, eins og t. d. sú, að styrkþega bæri skylda til að halda fyrirlestur eða skila ritgerð að loknu námi. Þeir, sem voru með- mæltir þessari tillögu, héldu því fram, að þar sem svo margir af núverandi starfsmönnum kæmu tæpast til greina við styrkveitingar, þá væri það þó hið minnsta, er þeir gætu átt kröfu til, að fá einhverjar upplýsingar frá þeim, er réttindanna yrðu aðnjótandi. Það er að vísu galli, að frumvarpið var ekki borið undir þá starfsmenn

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.