Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 17

Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 17
BANKABLAÐIÐ 89 að gefa þeim vissan tíma til þess að setja sig inn í starf hverrar deildar. Að þessum tíma liðnum á yfirboðar- inn að gefa skýrslu til hærri staða um starfshæfni, áhuga og afkastagetu ný- liðans og eins á nýliðinn frá minnis- blöðum sínum að gefa skýrslu um það, sem fyrir augu hefir borið. Á þennan hátt er mönnum í fyrsta lagi kennt að vinna. I öðru lagi er þetta fljótasta og öruggasta leiðin til þess að gefa ný- liðanum heildaryfirlit, sem mikið velt- ur á. I þriðja lagi skapar það áhuga og um leið vinnugleði og í fjórða lagi er forstöðumönnum bankans gefin lýs- ing á hæfileikum undirmannsins og þeir fá gögn í hendurnar, sem sýna við hvaða starf þessir hæfileikar bezt geta notið sín. Bankinn græðir á þessu, sama er að segja um starfsfólkið. Á þennan hátt er starfið vissulega öruggur skóli, en hann nær ekki lengra en að kenna eftirkomandanum starfs- hætti fyrirrennarans. Þá tekur við bóklegur skóli og hann á að gefa bank- anum „nýtt blóð“. Hann á að örva til umhugsunar, skerpa eftirtektina og hvetja menn til að kanna nýjar leiðir. Skólinn á að kenna mönnum byggingu þjóðfélagsins. Hann á að skýra undir- stöður viðskiptalífsins í heild og síðan skilja sundur í einstakar greinar.Hver viðskiptagrein hlýðir vissum lögmál- um, lögmálin eru grundvöllur þeirra. Síðan eru tekin til meðferðar einstök fyrirtæki innan hverrar greinar. Af ársreikningum á að kenna mönnum að lesa verðmæti þeirra og framtíðar- möguleika. Þá á að sýna sérstaklega hlutverk bankans í lífi viðskiptanna um leið og bent er á þau tæki, sem hann kann að hafa yfir að ráða. Það á að kenna skipulagningu banka og bankapólitík. Þetta er það nauðsyn- lega, síðan getur komið til greina tungumálakennsla. Nú brosa sumir og segja: fyrr mætti nú vera skólinn, sem ætti að kenna öll þessi ósköp. Því einu er til að svara, að enginn skóli kennir nokkra náms- grein til fulls. Hann kennir undirstöðu- atriðin, sýnir nemendum verkefnið, að loknu prófi heldur námið áfram í líf- inu. Þetta nám er einnig oft skipulagt. !Menn með samskonar ' áhugamál mynda málfundafélög eða klúbba. ■— Það er ánægjulegur félagsskapur og fróðlegur. Ef hinn fyrirhugaði banka- mannskóli, sem hér ræðir um, yrði veruleiki, væri ekkert líklegra, en að nemendur að loknu prófi stofnuðu slík- an bankaklúbb, sem auk bankafræði- legs verðmætis gæti orðið verðugur milliliður í samstarfi bankanna hér. Ég lýk nú máli mínu og beini orð- um mínum til stjórnar S. 1. B., bið hana hafa það hugfast, að hér er um að ræða menningarmál, sem þarf skjótra aðgerða og leyfi mér að gera þá uppástungu, að stjórnin skipi framkvæmdarnefnd, sem strax taki til starfa. Geir Borg. 1. jan. n. k. breytir Skandinaviska Kreditaktiebolaget um nafn og heitir frá þeim tíma Skandinaviska Banken A/B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.