Bankablaðið - 01.12.1938, Page 19

Bankablaðið - 01.12.1938, Page 19
BANKABLAÐIÐ 91 Áðalfundur S. í. B. Miðvikudaginn 19. október síðast- liðinn var boðað til aðalfundar í S.I.B. Fundurinn hófst að kvöldi kl. 9 í fundarsölum F.S.L.Í. Forseti S.I.B. setti fundinn og stýrði honum. Ritari fundarins var skipaður Einar Þorfinnsson. I kjörbréfanefnd skipaði forseti Franz Andersen, Þórarinn Benedikz og Ásgeir Bjarnason. Var næst gengið til dagskrár. Forseti rakti starfsemi sambands- ins frá síðasta aðalfundi og voru aðalatriði í skýrslu forseta það, er hér fer á eftir: a) Stjórnin hafði haldið 9 fundi alls á kjörtímabilinu og komið á þeirri nýbreytni að kveðja til fundar stjórnir sambandsfélaganna, ef að vera mætti, til þess að leita að verk- efnum fyrir sambandið til að vinna að. b) Árshátíð S.Í.B. hafði verið hald- in að Hótel Borg við meiri aðsókn en nokkru sinni fyr og verið hin ágæt- asta. c) Stjórnin hafði beytt sér fyrir og komið af stað í samvinnu við rit- stjórn Bankablaðsins ýmsum breyt- ingum á blaðinu er teljast mega til bóta. M. a. væri nú lesmál aðskilið og auglýsingar sérstæðar, nýr haus væri kominn á blaðið og útkoma þess orðin regluleg. d) Stjórnin hafði fengið að láni skíðakvikmynd hjá íþróttafélagi Reykjavíkur, er félögum í samband- inu hafði verið gefinn kostur á að sjá, og var myndin sýnd við góða aðsókn. e) Stjórninni hafði borist ósk frá F.S.L.I., að þess yrði farið á leit við stjórn Landsbanka Islands að aug- lýstar yrðu, lausar til umsóknar, ýms- ar stöður í Reykjavík og útibúunum, sem þá voru lausar. Varð stjórnin við þessari ósk. f) Hin árlega knattspyrnukepn(i bankamanna hafði farið fram á árinu eins og að undanförnu. g) Stjórnin hafði skipað nefnd til að endurskoða reglugerð um skák- keppni. Væri því starfi lokið og las forseti upp reglugerðina. Verður hennar getið á öðrum stað í blaðinu. h) Að lokum gat forseti þess, að stjórnin hefði orðið ásátt um að flytja nokkrar breytingartillögur við lög sambandsins á þessum fundi. Þegar forseti hafði lokið ræðu sinni, sem var þökkuð með lófataki, tók til máls gjaldkeri sambandsins Árni J. Árnason. Hann las upp reikn- inga sambandsins og lét skýringar fylgja. Voru þeir samþykktir ein- róma. Adolf Björnsson las upp reikninga Bankablaðsins og voru þeir samþykkt- ir í einu hljóði. Næsta mál á dagskrá voru laga- breytingar. Urðu um þær nokkrar um- ræður. Á öðrum stað í blaðinu verður getið þeirra breytinga er gerðar voru á lögum sambandsins. Þá var gengið til stjórnarkosning- ar. I stjórn voru kjörnir: Eiríkur Ein- arsson, Árni J. Árnason, Haukur Þor- leifsson, Svanbjörn Frímannsson og Henrik Thorarensen. I varastjórn hlutu kosningu: Jóhanna Þórðardótt-

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.