Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 22

Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 22
94 BANKABLAÐIÐ ir. Allir drættir voru auðþekkjanlegir. Nýrri hugsun skaut upp í huga hans: Máske var hún ennþá inni í bankan- um, konan, sem skrifaði hafði nafn sitt á miðann. Hann leit yfir mann- fjöldann, en þar var ekkert andlit, sem hann kannaðist við. Hún gat auð- vitað Verið farin. En hvað það var unc&rlegt, að hann skyldi rekast á þennan miða. Hann starði enn þá á miðann um stund, braut hann svo saman, og lét hann í vasa sinn. — Sparisjóðsbókina afhenti hann til af- greiðslu. Að því loknu settist hann aftur við borðið og athugaði þá, sem komu og fóru, eins og hann teldi víst, að Álfheiður væri einhversstaðar í hópnum. En hún var hvergi sýnileg, og hann sökkti sér niður í gamlar minningar: Fundum þeirra hafði borið saman í skemmtiferð á Þingvöllum. Hann hafði þá, ásamt kunningja sínum, ver- ið á gangi í Almannagjá. Margt fólk vár í gjánni, og hafði sér eitt og ann- að til skemmtunar. Veðrið var unaðs- lega fagurt, og allir nutu sumarblíð- unnar. Tvær stúlkur voru á gangi rétt á undan þeim félögum. önnur stúlkan missti vasaklút, án þess að verða þess vör. Hann hafði tekið klútinn og fært henni hann. — Þá var það, að augu þeirra mættust í fyrsta sinni. Hún þakkaði kurteislega og brosti. Bros hennar var heillandi fagurt og augun voru dimmblá og dreymandi. — Við þetta bættist kvenlegur yndisþokki og mjúkar hreyfingar. Frá þeirri stundu hafði hann elskað hana. Tilfinningin hafði blossað upp á svipstundu. Álfheiður hafði beinlínis kveikt í honum með einu augnatilliti og dásamlegu brosi. Hún hlaut að verða hans. Hamingjan mátti hjálpa honum, ef hún yrði kona nokkurs ann- ars manns. öllum viljakrafti sínum hafði hann orðið að beita, til þess að halda sér í skefjum. Hann sá að vin- stúlkurnar beygðu úr leið og stefnu í aðra átt en þeir. Hann varð að þvinga sjálfan sig, til þess að geta haldið sömu stefnu og áður. En hann hafði þó augastað á stúlkunum, þar til hann sá þær hverfa í mannfjöldann. Félagi hans þekkti stúlkurnar og gat sagt honum nöfn þeirra. Frá þeirri stundu fannst honum Álfheiðar nafnið hljóma fegurst allra nafna. En at- burðurinn varð til þess, að hann skildi við félaga sinn, til þess að geta verið einn um hugsanir sínar. Hann gekk upp á nyrðri bakka Almannagjár, þangað, sem öxará fellur niður í gjána, og horfði yfir vellina og Þing- vallavatn. — Allt var baðað í geislum sumarsólarinnar. Aldrei hafði honum fundist náttúran eins fögur og þá — aldrei lífið eins dásamlegt Honum fannst eins og himininn hefði opnast og einhver undrarödd hefði hvíslað í eyra hans: — Þetta er konuefnið þitt. Hann fór að mestu leyti einförum það sem eftir var dagsins. Hvergi gat hann komið auga á Álfheiði. Það var engu líkara en að hraunið hefði opn- að sig og tekið hana frá honum, •— tekið hana fyrir fullt og allt. — Og þegar hann kom til Reykjavíkur, sner- ist hugurinn eingöngu um hana. En einn góðan veðurdag, nokkru síðar, mættust þau á götu. Og hamingjan hafði hagað því svo, að þau voru tvö ein. Eftir það voru þau saman þegar færi gafst. Og svo kom haustið, en það var ekkert haust hjá elskendunum. Veturinn kom, en það var enginn vet-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.