Bankablaðið - 01.12.1938, Síða 22

Bankablaðið - 01.12.1938, Síða 22
94 BANKABLAÐIÐ ir. Allir drættir voru auðþekkjanlegir. Nýrri hugsun skaut upp í huga hans: Máske var hún ennþá inni í bankan- um, konan, sem skrifaði hafði nafn sitt á miðann. Hann leit yfir mann- fjöldann, en þar var ekkert andlit, sem hann kannaðist við. Hún gat auð- vitað Verið farin. En hvað það var unc&rlegt, að hann skyldi rekast á þennan miða. Hann starði enn þá á miðann um stund, braut hann svo saman, og lét hann í vasa sinn. — Sparisjóðsbókina afhenti hann til af- greiðslu. Að því loknu settist hann aftur við borðið og athugaði þá, sem komu og fóru, eins og hann teldi víst, að Álfheiður væri einhversstaðar í hópnum. En hún var hvergi sýnileg, og hann sökkti sér niður í gamlar minningar: Fundum þeirra hafði borið saman í skemmtiferð á Þingvöllum. Hann hafði þá, ásamt kunningja sínum, ver- ið á gangi í Almannagjá. Margt fólk vár í gjánni, og hafði sér eitt og ann- að til skemmtunar. Veðrið var unaðs- lega fagurt, og allir nutu sumarblíð- unnar. Tvær stúlkur voru á gangi rétt á undan þeim félögum. önnur stúlkan missti vasaklút, án þess að verða þess vör. Hann hafði tekið klútinn og fært henni hann. — Þá var það, að augu þeirra mættust í fyrsta sinni. Hún þakkaði kurteislega og brosti. Bros hennar var heillandi fagurt og augun voru dimmblá og dreymandi. — Við þetta bættist kvenlegur yndisþokki og mjúkar hreyfingar. Frá þeirri stundu hafði hann elskað hana. Tilfinningin hafði blossað upp á svipstundu. Álfheiður hafði beinlínis kveikt í honum með einu augnatilliti og dásamlegu brosi. Hún hlaut að verða hans. Hamingjan mátti hjálpa honum, ef hún yrði kona nokkurs ann- ars manns. öllum viljakrafti sínum hafði hann orðið að beita, til þess að halda sér í skefjum. Hann sá að vin- stúlkurnar beygðu úr leið og stefnu í aðra átt en þeir. Hann varð að þvinga sjálfan sig, til þess að geta haldið sömu stefnu og áður. En hann hafði þó augastað á stúlkunum, þar til hann sá þær hverfa í mannfjöldann. Félagi hans þekkti stúlkurnar og gat sagt honum nöfn þeirra. Frá þeirri stundu fannst honum Álfheiðar nafnið hljóma fegurst allra nafna. En at- burðurinn varð til þess, að hann skildi við félaga sinn, til þess að geta verið einn um hugsanir sínar. Hann gekk upp á nyrðri bakka Almannagjár, þangað, sem öxará fellur niður í gjána, og horfði yfir vellina og Þing- vallavatn. — Allt var baðað í geislum sumarsólarinnar. Aldrei hafði honum fundist náttúran eins fögur og þá — aldrei lífið eins dásamlegt Honum fannst eins og himininn hefði opnast og einhver undrarödd hefði hvíslað í eyra hans: — Þetta er konuefnið þitt. Hann fór að mestu leyti einförum það sem eftir var dagsins. Hvergi gat hann komið auga á Álfheiði. Það var engu líkara en að hraunið hefði opn- að sig og tekið hana frá honum, •— tekið hana fyrir fullt og allt. — Og þegar hann kom til Reykjavíkur, sner- ist hugurinn eingöngu um hana. En einn góðan veðurdag, nokkru síðar, mættust þau á götu. Og hamingjan hafði hagað því svo, að þau voru tvö ein. Eftir það voru þau saman þegar færi gafst. Og svo kom haustið, en það var ekkert haust hjá elskendunum. Veturinn kom, en það var enginn vet-

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.