Bankablaðið - 01.12.1938, Síða 23
BANKABLAÐIÐ
95
ur hjá þeim. Á aðfangadagskvöldið
opinberuðu þau trúlofun sína.
En síðari hluta vetrarins komst
hann að því, að hættulegur keppi-
nautur var kominn til sögunnar. Sig-
mar hét hann og var Tómasson, ■—
gleðimaður mikill og hrókur alls fagn-
aðar. Ekki gat hann þó í fyrstu hugsað
sér að Álfheiði stafaði nein hætta af
Sigmari. En þegar hann varð þess var,
að ýmsar sögur voru á sveimi, um hana
og Sigmar, þá fóru efasemdir að
vakna. En það var svo um sögurnar,
eins og oft vill verða, að enginn vissi
hvaðan þær komu eða hvert þær fóru.
En þær smugu um sál hans eins og eit-
ur. En samfara því var tortryggni og
afbrýðissemi. Það mátti segja svo, að
illur andi væri kominn inn í ástalíf
þeirra. Og Sigmar gerði allt, sem.hann
gat til þess að magna þann anda. Að
endingu kom svo lokaþáttur æfinýris-
ins. — Álfheiður tók á móti honum
hæglát og hljóð, en nokkuð alvarleg.
Sjálfur var hann í uppnámi og viti
sínu fjær vegna nýrrar sögu, sem
hann hafði heyrt. — Sögunni hafði
hann dembt yfir Álfheiði með ómild-
um aðdróttunum, um leið og hann dró
trúlofunarhringinn af hönd sér og
kastaði honum fyrir fætur hennar. —
Hann minntist þess enn, hvernig hún
tók ásökunum hans og framkomu
allri. — Einbeitt og þögul stóð hún
frammi fyrir honum og mætti augna-
ráði hans, án þess að mæla orð, eða
bera hönd fyrir höfuð sér. Þannig var
hún þegar hann yfirgaf hana. Þannig
hafði hún verið honum minnisstæðust
öll þessi ár, sem liðin voru síðan. —
Skömmu síðar fór hann vestur um haf.
En ekki var honum um það hugað, að
minnast veru sinnar þar, að þessu
sinni. Þess minntist hann þó, að fyrir
nokkrum mánuðum síðan hafði fund-
um þeirra, hans og Sigmars, borið
saman vestur í Winnipeg. En þar
gerði Sigmar þá játningu, í ölæði og
örvæntingu, að allar sögur, um Álf-
heiði og sig, hefðu verið tilhæfulaus
uppspuni frá byrjun til enda. Þá fyrst
varð honum Ijóst hver kona Álfheið-
ur var, og hve hann sjálfur hafði ver-
ið smár í samanburði við hana. Þeg-
ar honum varð þetta ljósi, bjó hann
sig til heimferðar. Og nú var hann
kominn heim. Það var aðfangadagur
jóla, og hann hafði stigið fótum sín-
um á sama gólfið og hún hafði gengið
um.
Hann athugaði á ný þá, sem komu
og fóru. Þráin, sem hafði knúið hann
heim til íslands, braust fram í huga
hans með meiri krafti en nokkru sinni
áður. Hann þráði nú það eitt, að bæta
fyrir það l'anglæti, sem hann hafði
sýnt Álfheiði. Og hann óskaði þess
innilega að það gæti orðið. Hann ein-
beitti öllum krafti huga síns að því
marki. — Hann sá hana í anda fyrir
framan sig og umvafði hana öllum
þeim kærleikskrafti, sem hugur hans
og hjarta átti til. Þannig stóð hann
langa stund ótruflaður, án þess að vita
hvað gerðist í kringum hann. En svo
gerðist undarlegur atburður. Hann sá
Álfheiði koma í Ijós frammi í salnum.
Hún færðist nær, hægt og hikandi inn
gólfið. — Undrun hans var mikil, en
það var ekki um að villast. Tækifærið
var komið, og hann gekk hikiaust og
ákveðinn til móts við hana. — Komdu
sæl Álfheiður — mælti hann og rétti
henni hönd sína. — Hún tók kveðju
hans eins og í íeiðslu. — Viltu leyfa
mér að segja við þig fáein orð? —