Bankablaðið - 01.12.1938, Page 25
BANKABLAÐIÐ
97
Gjaldmiðill
Á landnáms- og söguöldinni var
notaður gjaldmiðill og verðmælir með
ýmsum hætti, en ekki peningar eins
og nú.
Fyrst á landnámsöldinni var sjálf-
sagt lítið um verzlun og viðskipti,
hér á landi. En brátt varð þess þörf,
að settar yrðu reglur, til þess að
greiða fyrir viðskiptum manna. Aðal-
gjaldmiðillinn var vaðmálið. Silfur og
gull var einnig notað. En sá galli var
á því, að varla var til mótuð mynt,
og varð því að vega málminn í hvert
skipti og gariga úr skugga um það,
hversu hreinn hann væri, eða bland-
aður öðrum ódýrari máhnum. Verðið
fór auðvitað eftir gæðum.
Með landnámsmönnum barst hing-
að mikið af gulli og silfri. Margir
þeirra voru ríkir höfðingjar og þeir
fluttu með sér eignir sínar í gulli og
silfri. Aðrir voru víkingar. Þeir komu
með mikið af dýrum málmum, sem
þeir höfðu rænt. Til dæmis mætti
nefna silfurkistur Egils Skallagríms-
sonar.
Á þessum tímum hlýtur vöruverð
hér að hafa verið mjög hátt, því lítið
var um framleiðslu, en silfur nóg.
Síðan hefir silfur og gullforði land-
námsmanna smátt og smátt gengið
til þurðar, en verðmæti þess miðað
við aðrar vörur hækkað. Gull og silf-
ur var mest notað til skrauts, en það
sem var notað til greiðslu, var haft í
bútum og baugum, og getum við nú
séð hvernig þeir voru, á Forngripa-
safninu í Reykjavík.
Þegar viðskipti fóru fram, voru
vörurnar venjulega metnar til vað-
málsverðs. Lægsta einingin í Vað-
málareikningi var alinin. Ein alin til
forna var talin 48.909 cm. 6 álnir
voru í eyri, 48 álnir í mörk vaðmála,
en 2^/2 mörk eða 120 álnir í hundr-
aðinu, og það var hæsta verðeiningin.
Gæði vaðmálsins áttu að vera þannig,
að það var hvítt á lit, tvíbreitt og
þrískept og eigi jarðarflárra en svo, að
muni alin í 20 álnum, enda mátti mæla
hvort heldur að hrygg eða jaðri.
Þetta vaðmál var nefnt söluvoð eða
vöruvoð.
Mynt var fyrst slegin á Norður-
löndum, um árið 1000. í gömlum rit-
um er getið um peninga silfurs og
voru 10 peningar = alin vaðmála,
að verðmæti. Myntslátta var þá svo ó-
fullkomin, að jafnvel mótuð mynt
var vegin, þegar greiðslur fóru fram.
Langt um algengara var ómótað silf-
ur. Silfrið vegið var talið í örtugum
silfurs, aurum, mörkum og hundruð-
um. Örtugur var sennilega 9 grömm
að þyngd. 3 örtugir voru í 1 eyri, 8
aurar í mörk og 2^4 mörk í hundrað-
inu. Silfrið var ýmist ,,brennt“ eða
„bleikt“ silfur. Bleikt silfur átti að
vera meiri hluti silfurs og halda skor,
þ. e. vera jafngott utan og innan.
Verðhlutfall þess miðað við vaðmál
var 1:4, þ. e. 1 eyrir silfurs jafngilti